Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi

Í gær (11. September 2023) varð jarðskjálftahrina nærri eyjunni Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu voru með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,2 og Mw3,0. Síðan voru aðrir jarðskjálftar minni að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá óyfirfarin og því gætu jarðskjálftastærðir breyst þegar það gerist.

Grænar stjörnur úti á Reykjaneshrygg ásamt gulum punktum sem sýnir minni jarðskjáfltana sem þarna urðu.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar fundust ekki. Þar sem þessi jarðskjálftahrina varð talsvert frá landi og því langt frá ströndinni og næstu byggð.