Jarðskjálftahrina úti á Reykjaneshrygg

Í dag (9. Desember 2023) milli klukkan 05:55 til 06:44 varð jarðskjálftahrina langt úti á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er talsvert frá ströndinni og því mældust minni jarðskjálftar ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,8.

Græn stjarna langt úti í sjó á Reykjaneshrygg. Auk þess sem er það eru nokkrir gulir punktar þarna djúpt í sjó á þessu korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg sem er úti í sjó. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Eldeyjarboði eða önnur ónefnd eldstöð sem er þarna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Staðan í Grindavík þann 24. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 24. Nóvember 2023. Þessi grein er skrifuð klukkan 20:00. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara ef eitthvað gerist.

Virknin á svæðinu í kringum Grindavík hefur minnkað síðustu daga. Það þýðir að ég mun skrifa færri uppfærslur hingað inn á meðan þessi rólegleit eru. Þetta getur þó breyst án nokkurs fyrirvara.

Dagleg uppfærsla

  • Það er ennþá færsla á sprungum innan Grindavíkur og nýjar sprungur eru að opnast upp eða þakið á þeim er að hrynja og þá koma þessar sprungur í ljós.
  • Jarðskjálftavirknin er núna í lágmarki. Þetta mun væntanlega eingöngu vara í skamman tíma.
  • Þenslan í Svartsengi er núna um 140 til 160mm frá 10. Nóvember en dagleg þensla er í kringum 30 til 40mm.
  • Svæðið sem er núna að þenjast í Svartsengi er stærra en það sem var að þenjast í kringum 10. Nóvember og fyrir þann tíma. Þetta hefur valdið óvissu í GPS gögnum á svæðinu eins og ég skil stöðu mála. Sigdalurinn í Gindavík er einnig að búa til skekkjur í GPS gögnunum á svæðinu þar sem hann heldur áfram að síga og það er að draga niður svæðið í kringum sigdalinn aðeins. Hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki.
  • Atburðurinn þann 10. Nóvember 2023 er harðasti atburður í sögu mælinga hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt frétt frá Veðurstofu Íslands og þeirra athugun.

Það er mín skoðun að núverandi rólegheita tímabil í Grindavík muni ekki vara nema í nokkra daga að í mesta lagi nokkrar vikur. Það mun taka um 30 daga þangað til að næsta kvikuinnskot verður, það er í kringum 10. Desember sem það gæti gerst. Staðan er hinsvegar að breytast mjög hratt og því er ekki hægt að segja til um hvað gerist á næstu dögum eða vikum.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og ég get.

Staðan í Grindavík Miðvikudaginn 22. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðu mála Miðvikudaginn 22. Nóvember 2023. Greinin er skrifuð klukkan 22:46. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Það er lítið að frétta þessa stundina. Það er að mestu leiti vegna slæms veðurs. Færsla kvikugangsins virðist hafa tafist eða stöðvast. Það er ekki hægt að vera alveg viss eins og er þessa stundina. Það er þó möguleiki að þetta gæti verið það eina sem gerðist núna. Það er erfitt að vera viss um stöðu mála eins og er.

Nýtt kort af hættusvæðinu sem er í kringum Grindavík. Rauða er núna rétt norð-austan við bæinn. Ásamt fjólubláa sem er norð-austan við bæinn og nær talsvert norður með. Rauða er allan kvikuganginn norður með.
Hættusvæðið í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Svartsengi stöðvaðist á síðustu 24 klukkutímum. Þetta gæti verið vegna áhrifa af veðri eða þá að þenslan hefur stöðvast af öðrum ástæðum og hugsanlega er eitthvað að fara að gerast við Sundhnúkagíga. Ég er ekki viss hvað er. Hættan á því að þetta sé truflun vegna veðurs er frekar lítil (rigning, snjór).

Fluglitakóðinn fyrir eldstöðina Reykjanes hefur verið færður niður á gulan.

Yfirlitsmynd af eldstöðvum á Íslandi sem eru allar grænar með eldstöðin í Reykjanesi sem er með gulan litakóða fyrir flug.
Fluglitakóði fyrir eldstöðvar á Íslandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála í Grindavík og við Sundhnúkagíga og á nálægu svæði getur breyst án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þar sem jarðskorpan á þessu svæði er mjög brotin, þá er ekki mikil mótstaða fyrir kvikuna ef hún fer af stað upp jarðskorpuna í nálægri framtíð.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar eins fljótt og ég get.

Staðan í Grindavík Mánudaginn, 20. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt. Þessi grein er skrifuð Mánudaginn 20. Nóvember 2023 klukkan 23:45.

Truflanir vegna veðurs

Slæmt veður kemur í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælast á Reykjanesinu og það mun ekki lagast fyrr en á Fimmtudaginn 23. Nóvember 2023.

Dagleg uppfærsla

  • Það hefur ekki verið mikil breyting síðan í gær. Þetta er eðlilegt.
  • Þensla í Svartsengi er kominn upp í rúmlega 30mm/á dag frá því sem var en þenslan var um 15mm/á dag.
  • Það tók 17 daga frá 25, Október og fram til 10. Nóvember þegar haftið sem hélt aftur af kvikunni undir Svartsengi brast og olli kvikuhlaupinu inn í Sundhnúka og fram til Grindavíkur.
  • Það er spurning hvað gerist þegar næstu 17 daga koma upp. Þar sem hvað svo sem heldur aftur af kvikunni núna mun brotna á og þá mun ferlið sem fór af stað þann 10. Nóvember byrja aftur og mun hugsanlega fara inn í sama kvikuganginn aftur. Það gæti myndast nýr kvikugangur við hliðina á kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember. Það er ekki stór möguleiki en hann er til staðar.

Aðrar upplýsingar

Það hafa ekki verið birtar miklar upplýsingar í dag og ég sé ekki mikið gerast á jarðskjálftamælum í kringum Grindavík og á því svæði þessa stundina.

Kort Veðurstofunnar um hættusvæðið í Grindavík og í kringum það svæði. Það er Hættusvæði A, sem er hætta vegna jarðhræringa. Hættusvæði B, sem er hætta vegna eldgosavár, þar sem sprungur og eldgos geta hafist án fyrirvara. Eldgosa gas. Hættusvæði C, sem er svipað og hættusvæði B en meiri líkur á að eldgos hefjist og þarna þarf að fara inn með gasgrímur og gasmæla.
Kort Veðurstofunnar um hættusvæðið í Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er þekkt að fyrir eldgos kemur svona rólegt tímabil áður en eldgos hefst. Af hverju það er ekki almennilega þekkt. Það gæti ekki gosið en það er ólíkleg niðurstaða, þar sem innflæði kviku er of mikið og kvikan er kominn of nálægt yfirborðinu. Það er einnig of mikið innflæði af kviku inn í Svartsengi til þess að það gjósi ekki þarna. Þetta er eins og ég sé stöðuna núna.

Staðan í Grindavík þann 17. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 17. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt.

Staðan í dag

  • Grindavík heldur áfram að síga. Samkvæmt fréttum í dag, þá hefur aðeins hægt á siginu.
  • Það hefur aðeins hægst á jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutímana (þetta er skrifað klukkan 23:48).
  • Nokkur hús í Grindavík hafa algerlega eyðilagst.

Almennar upplýsingar

Þetta tók mig heila viku. Það virðist sem að kvikuinnskotið við Svartsengi sé ástæða þess að núna er komið kvikuinnskot undir Grindavík. Þenslan í Svartsengi síðustu viku hefur verið 110mm eða um 15mm/ á dag ef mínir útreikningar eru réttir.  Það er mjög mikil þensla á skömmum tíma, fyrir 10. Nóvember þá var þenslan við Svartsengi um 8m3/sek samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Sillan sem er í Svartsengi bjó til lóðréttan kvikugang frá Sundhnúkum og nálægum svæðum. Þegar þrýstingur er aftur orðinn nægur undir Svartsengi, þá mun hlaupa aftur úr því í þetta kvikuinnskot með sama krafti og það gerði áður. Hversu langan tíma það tekur veit ég ekki. Síðast tók þetta tímabilið frá 25. Október til 10. Nóvember eða um sautján daga en það eru margar sillur sem eru dýpra í jarðskorpunni. Það er ekki hægt að vita hvernig áhrif þetta innskot hafði á þær sillur og hvort að eitthvað flæddi af þeim inn í kvikuinnskotið við Sundhnúka. Þetta er mín persónulega skoðun. Hún gæti verið röng.

Hættan á eldgosi er ennþá mjög mikil. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjan póst eins hratt og ég get.

Staðan í Grindavík þann 16. Nóvember 2023

Þetta er mjög stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 16. Nóvember 2023.

Staða mála er að mestu leiti eins og í gær (15. Nóvember 2023) en nokkrir hlutir gerðust og það er nóg fyrir mig til þess að skrifa þessa grein.

  • Brennisteinstvíoxíð hefur mælst í einni af borholum í Svartsengi. Þessi borhola liggur undir Hagafell og nær á 2,5 km dýpi. Það þýðir að kvikan er kominn það grunnt í jarðskopruna. Ég held að þetta sé borhola fyrir kalt vatn en ég þekki ekki hvernig grunnvatn er tekið á svæðinu í gegnum borholur. Grunnvatn á svæðinu er ekki á meira dýpi en 1,9 til 3 km dýpi held ég.
  • Það er búist við eldgosi á svæðinu næstu klukkutíma til daga samkvæmt nýjum mælingum Veðurstofu Íslands.
  • Grindavík heldur áfram að síga og samkvæmt fréttum þá er mesta sigið milli daga í kringum 25 sm.
  • Mbl.is (Morgunblaðið) birti í dag myndskeið af sprungum í Grindavík. Það er hægt að sjá það hérna.

Staðan núna er að mestu leiti hljóðlát en það getur breyst án fyrirvara á næstu klukkutímum til dögum. Þar sem jarðskjálftavirkni bendir sterklega til þess að kvikan sé að leita leiða upp á yfirborðið eftir öllum kvikuganginum. Á meðan kvikan er kominn eins grunnt og 400 til 500 metra í jarðskopruna. Þá er ekki nóg af kvikunni til þess að hefja eldgos. Það getur breyst án fyrirvara og viðvörunnar hvenær sem er.

Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og ég get ef eitthvað gerist.

Staðan í Grindavík þann 15. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 15. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Almennt, þá hefur ekki mikið breyst síðan í gær (14. Nóvember 2023).

  • Það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík. Það er sterkur vindur á svæðinu og það veldur því að minni jarðskjálftar sjást ekki á mælum Veðurstofunnar.
  • Hluti hafnar Grindavíkur er farinn að síga samkvæmt fréttum. Hversu mikið veit ég ekki en það gæti verið talsvert sig.
  • Hraði sigs í Grindavík hefur aukist frá 7 sm á sólarhring í 12 sm á sólarhring samkvæmt fréttum. Sum svæði innan Grindavíkur hafa lækkað um 2 metra eða meira.
  • Innflæði kviku er ennþá 75 m3/sek inn í kvikuganginn samkvæmt fréttum í dag. Þetta er mikið innflæði af kviku inn í kvikuganginn. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015, þá var flæði kviku í því eldgosi um 90 m3/sek þegar mest var.
  • Samkvæmt frétt á mbl.is. Þá virðist sem að kvika sé að flæða beint upp úr megin kvikuhólfinu á 20 til 40 km dýpi á þessu svæði á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa þá frétt hérna.
  • Hluti af Grindavík hefur tapað rafmagninu, ásamt heitu og köldu vatni vegna sigs og annara hreyfinga á jarðvegi og jarðskorpu á þessu svæðum innan Grindavíkur. Það á að reyna bráðabirgðaviðgerð á morgun ef aðstæður leyfa.
  • Eldgos gæti orðið við Sundahnúka eða Hagafell. Þar er mesta innflæði af kviku samkvæmt Veðurstofu Íslands og fréttum.
  • Það verður líklega eldgos í mörgum gígum á sama tíma. Miðað við það sem ég er að sjá í þessari atburðarrás. Það þýðir að hraun mun ná yfir stærra svæði á minni tíma þegar eldgos hefst. Eldgosin í Geldingadal, Meradölum og síðan við Litla-Hrút voru lítil eldgos þar sem það var bara einn gígur sem gaus.
  • Það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að kvikan nái upp til yfirborðs og fari að gjósa. Það er óljóst hvað það er. Hinsvegar er kvika kominn á 500 metra dýpi eða grynnra samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þetta litla dýpi þýðir að eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða án þess að tekið sé eftir því í kvikuganginum.

Það er möguleiki á því að hluti af Grindavík fari undir sjó eftir því sem hlutar af bænum halda áfram að síga niður. Þegar eldgosið hefst, hvað fer undir hraun veltur alveg á því hvar eldgosið kemur upp og er alveg handahófs kennt og ekki hægt að segja til um það hvar hraunið rennur.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Ef eitthvað gerist á morgun, þá mun ég skrifa um það. Annars ætla ég að skrifa næst grein þann 17. Nóvember 2023. Þar sem breytingar á milli daga eru ekki það miklar þessa stundina.

Staðan í Grindavík þann 14. Nóvember 2023

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í Grindavík og nágrenni. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar hratt og án viðvörunnar.

  • Talið er að kvikan sé núna á um 400 metra dýpi þar sem kvikan stendur sem grynnst. Ég er ekki viss um hvar þar er, en mig grunar að það sé norð-austur af Grindavík.
  • Það er mikill vindur á Reykjanesinu og þá hverfa litlir jarðskjálftar í hávaða frá vindinum og öldugangi. Þrátt fyrir það þá er Veðurstofan að mæla frá 700 til 3000 jarðskjálfta á dag í kvikuganginum. Það hefur orðið fækkun á stærri jarðskjálftum. Stærðir jarðskjálfta er núna frá Mw0,0 til Mw3,1 þegar þessi grein er skrifuð.
  • Flæði kviku inn í kvikuganginn er núna frá 73 m3/sek til 75 m3/sek. Þegar þetta byrjaði á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 þá var mesta innflæðið í kringum 1000 m3/sek.
  • Brennisteinstvíoxíð hefur verið að mælast í nágrenni við Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög grunnt.
  • Það var í fréttum í dag að hlutar Grindavíkur halda áfram að síga um að hámarki 7 sentimetra á hverjum 24 tímum. Það er möguleiki á því að þetta sé ójafnt ferli á svæðinu.
  • Vötn á svæðinu suður af Grindavík eru byrjuð að stækka vegna sigs samkvæmt færslu hjá Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Það er stór spurning hvort að hluti af þessu svæði fer undir sjó eftir því sem sígur.
  • GPS stöðin norður af Grindavík hefur lækkað um 1400mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023. GPS stöðvar austan við Grindavík eru að fara upp hafa sumar hverjar hækkað um allt að 1 metra. Á meðan GPS stöðvar vestan við Grindavík eru að síga.
Rauðir punktar sýna kvikuinnskotið við Grindavík mjög vel og alla 15 km sem það nær. Þarna er einnig ein græn stjarna í sjálfum kvikuganginum.
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan breytist mjög hratt og oft á klukkutíma fresti. Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég get og eins hratt og mér er mögulegt að gera.

Staðan í Grindavík þann 13. Nóvember 2023

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Grindavík. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Staðan í dag er mjög svipuð stöðunni í glær. Jarðskjálftum hefur haldið áfram að fækka í dag en það kann að vera tímabundið þar sem sigdalurinn heldur áfram að stækka. Flæði kviku inn í kvikuganginn heldur áfram á aðeins minna afli en Föstudaginn 10. Nóvember 2023.

  • Flæði kviku á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 var 1000 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt því sem Veðurstofa Íslands og sérfræðingar segja.
  • Sigdalurinn hefur lækkað verstari hluta af Grindavík um 1 til 2 metra. Austari hluti Grindavíkur hefur hækkað um svipað á móti. Sumar af sprungum eru um 20 metra djúpar eða dýpri.
  • Sigdalurinn er um 2 km breiður þar sem hann er breiðastur í kringum Grindavík samkvæmt fréttum. Sigdalurinn heldur áfram að breikka samkvæmt mælingum.
  • Það er mikið tjón í Grindavík í mörgum húsum. Ef ekki vegna jarðskjálftanna, þá vegna landsigsins sem er að eiga sér núna stað.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á eldgosi og kvikugangurinn virðist vera að halda lengd sinni í 15 km. Þetta getur breyst án viðvörunnar.
  • Órói á SIL stöðvum nærri kvikuganginum hefur ekkert minnkað, jafnvel eftir að jarðskjálftavirkni hafi farið minnkandi. Þetta er vegna stöðugs innflæðis af kviku inn í kvikuganginn.
Margir rauðir punktar sýna kvikuganginn sem liggur undir Grindavík í suður-vestur til norður-austur. Þessi mynd sýnir hundruðir jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin sýnir kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst. Það er mín skoðun að eldgos muni hefjast á þessu svæði. Þetta er einnig upphafið af virkni sem mun vara í talsverðan tíma á þessu svæði áður en það fer að róast aftur.

Kvikugangurinn við Grindavík gæti einnig hleypt upp eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi og jafnvel komið af stað eldgosi í þeim. Það getur allt gerst í þeim án nokkurar viðvörunnar. Ef ekki eldgos, þá jarðskjálftavirkni.

Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira hvað er að gerast.

Staðan í Grindavík vegna kvikuinnskotsins

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar. Það lítur út fyrir að vera rólegt en er það í raun ekki. Þessi grein er skrifuð þann 13. Nóvember 2023 klukkan 00:02.

  • Það er komið fram mikið sig í Grindavík samkvæmt fréttum. Mesta sigið er í kringum 1 metra. Þetta er nógu mikið til þess að flokkast sem sigdalur. Þetta er í frétt mbl.is hérna.
  • Kvika gæti verið allt að nokkra tugi metra undir yfirborðinu í Grindavík eða nærri Grindavík. mbl.is sagði frá þessu hérna. Þetta er lifandi uppfærsla og fréttin gæti verið horfin.
  • Þessi atburðarrás var ekki eitthvað sem einhver var að búast við. Enda hafði ekki verið nein sérstök jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga fyrir Föstudaginn 10. Nóvember 2023. Um klukkan 08:00 hefst jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga og var talið upphaflega að um væri að ræða hefðbundna brotaskjálfta vegna þenslunar í Svartsengi. Það var ekki fyrr en eitthvað eftir klukkan 08:00 að Veðurstofan (samkvæmt fréttum) að þarna er ekki um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta. Það varð síðan allt brjálað í jarðskjálftavirkni milli klukkan 16:00 og 19:00.  Þessi jarðskjálftahrina var mjög þétt og það urðu margir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 innan Grindavíkur.
  • Það er tjón í Grindavík á vegum, húsum, pípum og rafmagnsvírum og öðrum innviðum vegna færslunnar sem kvikugangurinn hefur valdið.
  • Kvikugangurinn virðist vera nokkrir metrar í þvermál og allt að eins metra djúpur. Ég hef ekki séð neinar opinberar tölur um dýpt og breidd kvikugangsins. Einu upplýsinganar sem ég hef er lengd kvikugangsins og það er að lengdin er 15 km þegar þessi grein er skrifuð.

Þetta er ekki lítill atburður í eldstöðinni sem veldur þessu. Það sem ég veit ekki og enginn virðist vita almennilega er hvaða eldstöð er að fara að valda þessu. Þetta gæti verið eldstöðin Fagradalsfjall eða þetta gæti verið eldstöðin Reykjanes.

Jarðskjálftar sem mynda beina línu frá sjónum og í gegnum Grindavík og norð-austur af Grindavík upp að Sundhnúksgígar. Kortið sýnir jarðskjálftavirkni síðustu sjö daga.
Jarðskjálftavirknin síðustu sjö daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég hef þær. Ég mun einnig setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist ef ég get.