Staðan í Grindavík þann 24. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 24. Nóvember 2023. Þessi grein er skrifuð klukkan 20:00. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara ef eitthvað gerist.

Virknin á svæðinu í kringum Grindavík hefur minnkað síðustu daga. Það þýðir að ég mun skrifa færri uppfærslur hingað inn á meðan þessi rólegleit eru. Þetta getur þó breyst án nokkurs fyrirvara.

Dagleg uppfærsla

  • Það er ennþá færsla á sprungum innan Grindavíkur og nýjar sprungur eru að opnast upp eða þakið á þeim er að hrynja og þá koma þessar sprungur í ljós.
  • Jarðskjálftavirknin er núna í lágmarki. Þetta mun væntanlega eingöngu vara í skamman tíma.
  • Þenslan í Svartsengi er núna um 140 til 160mm frá 10. Nóvember en dagleg þensla er í kringum 30 til 40mm.
  • Svæðið sem er núna að þenjast í Svartsengi er stærra en það sem var að þenjast í kringum 10. Nóvember og fyrir þann tíma. Þetta hefur valdið óvissu í GPS gögnum á svæðinu eins og ég skil stöðu mála. Sigdalurinn í Gindavík er einnig að búa til skekkjur í GPS gögnunum á svæðinu þar sem hann heldur áfram að síga og það er að draga niður svæðið í kringum sigdalinn aðeins. Hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki.
  • Atburðurinn þann 10. Nóvember 2023 er harðasti atburður í sögu mælinga hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt frétt frá Veðurstofu Íslands og þeirra athugun.

Það er mín skoðun að núverandi rólegheita tímabil í Grindavík muni ekki vara nema í nokkra daga að í mesta lagi nokkrar vikur. Það mun taka um 30 daga þangað til að næsta kvikuinnskot verður, það er í kringum 10. Desember sem það gæti gerst. Staðan er hinsvegar að breytast mjög hratt og því er ekki hægt að segja til um hvað gerist á næstu dögum eða vikum.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og ég get.