Niðurdælingar jarðskjálftar í Henglinum

Í gær (24. Nóvember 2023) klukkan 20:54 varð jarðskjálfti í Henglinum með stærðina Mw3,4 og fannst sá jarðskjálfti í Hveragerði.

Græn stjarna í Henglinum í sprungusvarmi sem er þar. Ásamt því að þar eru gulir og rauðir punktar af minni jarðskjálftum í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum. Þá er þetta niðurdælingar jarðskjálftahrina sem tengist jarðvarmavirkjunni sem er á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan ætti því að hætta um leið og niðurdælingu á afgangsvatni er hætt á þessu svæði.