Niðurdælingar jarðskjálftar í Henglinum

Í gær (24. Nóvember 2023) klukkan 20:54 varð jarðskjálfti í Henglinum með stærðina Mw3,4 og fannst sá jarðskjálfti í Hveragerði.

Græn stjarna í Henglinum í sprungusvarmi sem er þar. Ásamt því að þar eru gulir og rauðir punktar af minni jarðskjálftum í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum. Þá er þetta niðurdælingar jarðskjálftahrina sem tengist jarðvarmavirkjunni sem er á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan ætti því að hætta um leið og niðurdælingu á afgangsvatni er hætt á þessu svæði.

Jarðskjálfti í Henglinum, fannst í Hveragerði og Reykjavík

Í dag (9-Nóvember-2022) klukkan 13:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Henglinum. Fannst þessi jarðskjálfti í Hveragerði og Reykjavík. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.

Græn stjarna í Henglinum og rauðir og appelsínugulir punktar rétt við stjörnuna sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða mjög nálægt því að enda. Ég reikna ekki með neinu sérstöku í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Lítil jarðskjálftahrina í Hengill

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Henglinum. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna í Henglinum sýnir stærsta jarðskjálftann og nokkrir rauðir punktar sýna minni jarðskjálfta sem einnig urðu
Jarðskjálftinn í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur ekki komið fram nein meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gæti samt breyst án nokkurs fyrirvara.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill

Ég afsaka hvað þessi grein kemur seint. Ég lenti í tæknilegum vandræðum með farsímann hjá mér sem tók allan daginn að koma í lag og það seinkaði fullt af hlutum hjá mér.

Í gær (29-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum er efst og vestast á jarðskjálftakortinu
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd flekahreyfingum og það er ekki að sjá að þarna séu neinar kvikuhreyfingar á ferðinni ennþá. Ég býst alltaf við stærri og sterkari jarðskjálftahrinum í eldstöðvum sem ekki hafa gosið í mjög langan tíma og eru kaldar eins og var raunin þegar jarðskjálftavirknin hófst í kringum Fagradalsfjall og sú eldstöð varð heit en þá mældust um 50.000 jarðskjálftar áður en eldgosið hófst milli 27 Febrúar til 19 Mars þegar eldgosið hófst.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld (15-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Það er ekki ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna niðurdælingar á vatni á þessu svæði eða hvort að þetta sé eðlileg jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hingað til er með stærðina Mw3,3. Þessari jarðskjálftahrinu virðist ekki lokið þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði, Selfossi og fleiri stöðum í nágrenni við Hengilinn.

Styrkir

Þessi vefsíða hefur ekki neinar auglýsingar vegna þess að Google Adsense er ekki stutt fyrir Ísland. Þar sem ég hef ekki fengið neinar íslenskar auglýsingar hingað inn þá þýðir það að ég fæ engar tekjur af þessari vefsíðu. Það eina sem gæti gefið mér tekjur hérna er ef fólk styrkir mína vinnu hérna beint. Það hjálpar mér að halda áfram með þessa vefsíðu og gera það sem þarf að gera hérna. Þetta hérna myndband á YouTube fjallar nákvæmlega um þetta vandamál sem fólk býr til efni stendur frammi fyrir varðandi þetta. Þarna er fjallað um málið frá sjónarhóli YouTube en ekki vefsíðu eins og þessar hérna en í grunninn er þetta mjög svipað og efnahagsreglan er sú sama. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina í Henglinum norðan við Hveragerði

Í gær (11-September-2019) varð jarðskjálftahrina í Henglinum með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst í Hveragerði. Það fannst einnig jarðskjálfti með stærðina Mw1,7 í Hveragerði en það var eingöngu vegna þess hversu nálægt byggð sá jarðskjálfti varð.


Jarðskjálftavirknin í Henglinum í gær (11-September-2019). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Hellisheiði

Síðastliðna nótt (30-Desember-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 á Hellisheiði í Henglinum. Þessi jarðskjálfti fannst mjög víða. Stærsti eftirskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,2.


Jarðskjálftinn í Hellisheiði (Henglinum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst á þessu svæði á næstu klukkutímum. Það er alltaf hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þessi jarðskjálfti á upptök sín í flekahreyfingum en ekki kviku hreyfingum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum (Raufarhólshelli)

Í dag (02-Maí-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum nærri Raufarhólshelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 (klukkan 03:46), aðrir jarðskjálftar sem komu í kjölfarið voru minni að stærð en það komu fram tveir jarðskjálftar sem náðu stærðinni 1,0 í þessari jarðskjálftahrinu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina 0,3.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum nærri Raufarhólshelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna varð kröftug jarðskjálftahrina á tímabilinu 1995 til 1998 (ég hef ekki eldri gögn) og það er hugsanlegt að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á þeim tíma. Hægt er að skoða gömul gögn veðurstofunnar frá 1995 til dagsins í dag hérna. Síðan suðurlandsjarðskjáfltanir áttu sér stað árið 2000. Ég býst við því að þetta svæði verði ennþá frekar rólegt fyrir utan þessa smá jarðskjálftavirkni sem stundum kemur fram þarna eins og átti sér stað þarna í dag.

Grein uppfærð klukkan 23:54. Minniháttar textabreytingar.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Henglinum

Í dag (22-Febrúar-2018) klukkan 09:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Henglinum.


Jarðskjálftavirkni í Heglinum. Höfundaréttur þessarar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni sé óvenjuleg og þetta virðist bara vera hefðbundin virkni fyrir þetta svæði.