Lítil jarðskjálftahrina í Hengill

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Henglinum. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna í Henglinum sýnir stærsta jarðskjálftann og nokkrir rauðir punktar sýna minni jarðskjálfta sem einnig urðu
Jarðskjálftinn í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur ekki komið fram nein meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gæti samt breyst án nokkurs fyrirvara.