Jarðskjálftavirkni eykst á ný við Reykjanestá

Í dag (20-Maí-2022) um klukkan 18:00 þá jókst jarðskjálftavirkni aftur við Reykjanestá eftir að þar hafði verið rólegt í nokkra daga. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og staðan breytist stöðugt. Þessi grein verður því styttri vegna þess.

Grænar stjörnur útaf ströndinni við Reykjanestá auk fjölda af rauðum punktum sem tákna minni jarðskjálfta. Græn stjarna er einnig norðan við Grindavík á kortinu
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,8 og fannst í Grindavík og öðrum nálægum bæjum á Reykjanesskaga. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð fyrir norðan Grindavík og fannst í bænum.