Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík vekur fólk af svefni

Í dag (22-Maí-2022) klukkan 09:53 og 09:57 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,5 og Mw3,6. Þessir jarðskjálftar voru norð-vestur af Grindavík og fundust vel í bænum og samkvæmt fréttum, vöktu fólk upp af svefni.

Tvær grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Önnur græn stjarna beint norður af Grindavík. Talsvert af rauðum punktum og appelsínugulum sem sýna minni jarðskjálfta á svæðinu
Jarðskjálftavirkni við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin kemur hinsvegar í bylgjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það þýðir að það eru tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og síðan lítillar jarðskjálftavirkni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er tímabil lítillar jarðskjálftavirkni í gangi.

Jarðskjálftavirkni eykst á ný við Reykjanestá

Í dag (20-Maí-2022) um klukkan 18:00 þá jókst jarðskjálftavirkni aftur við Reykjanestá eftir að þar hafði verið rólegt í nokkra daga. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og staðan breytist stöðugt. Þessi grein verður því styttri vegna þess.

Grænar stjörnur útaf ströndinni við Reykjanestá auk fjölda af rauðum punktum sem tákna minni jarðskjálfta. Græn stjarna er einnig norðan við Grindavík á kortinu
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,8 og fannst í Grindavík og öðrum nálægum bæjum á Reykjanesskaga. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð fyrir norðan Grindavík og fannst í bænum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Október-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Flestir af þeim jarðskjálftum sem komu fram voru út í sjó. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,2 út í sjó en ekkert mjög langt frá ströndinni.

Jarðskjálftavirkni út í sjó er sýndur með tveim grænum stjörnum þar sem stærstu jarðskjálftanir urðu á Reykjaneshrygg. Það er einnig græn stjarna við Keili sem hafði jarðskjálftavirkni á sama tíma
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist beint kvikuhreyfingum á þessu svæði en það hafa verið merki um það að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna á þessu svæði án þess að það gjósi. Það þýðir að kvikan er á ferðinni þarna án þess að gjósa. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Reykjanesinu aftur og á Reykjaneshrygg á sama tíma eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli stöðvaðist.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes

Snemma í morgun þann 11-Júlí-2021 varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw2,5. Flestir af öðrum jarðskjálftum sem komu fram voru með stærðina Mw0,0 til Mw1,0. Það var einnig jarðskjálftahrina við Reykjanestá sem er einnig hluti af eldstöðvarkerfinu Reykjanes.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Þar kom fram hópur af jarðskjálftum á korti Veðurstofunnar sem eru merktir sem appelsínugulir punktar.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna í eldstöðinni Reykjanes. Það hefur verið sannað að eldgos geta hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunar eða jarðskjálftavirkni. Það eru engin skýr merki um það að eitthvað sé að fara að gerast en það getur breytst án nokkurar viðvörunnar.