Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (20-Nóvember-2021) var kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er frekar stór og það hafa komið fram 217 jarðskjálftar hingað til.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga sýnd með grænni stjörnu og síðan appelsínugulum punktum sem sýna þá jarðskjálfta sem hafa orðið síðsutu átta klukkustundinar
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aukin jarðskjálftavirkni á þessu svæði bendir til þess að kvikuþrýstingur sé farinn að aukast á svæðinu síðan eldgosið hætti í Fagradalsfjalli fyrir um þrem mánuðum síðan. Samkvæmt mælingum þá er þenslan á svæðinu komin í rúmlega 2 sm þegar þessi grein er skrifuð. Þar sem jarðskjálftavirknin er að aukast, þá er ljóst að á næstu vikum og mánuðum mun jarðskjálftavirknin aukast til muna á Reykjanesskaga þangað til að næsta eldgos á sér stað. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram finnast í nálægum bæjum á Reykjanesskaga.