Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, langt frá ströndinni

Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.

Í vinstra horninu eru tvær stjörnur sem sýna stærri jarðskjálfta, önnur stjarnan er nærri syðri hluta kortsins. Það er bara einn punktur sem sýnir minni jarðskjálfta á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.

Jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Á Mánudaginn (4-Júlí-2022) hófst jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn á Mánudaginn var með stærðina MW3,2 og síðan í gær (Þriðjudag 5-Júlí-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1.

Græn stjarna út í sjó við Geirfugladrang sem sýnir staðsetninguna á Reykjaneshrygg. Þetta er talsvert langt frá landi
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist fylgja aukinni jarðskjálftavirkni á öllu Reykjanesinu síðustu mánuði. Þá bæði á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Þar sem sjávardýpi er mjög mikið á þessu svæði, þá mundi þurfa mjög stórt eldgos til þess að það næði upp á yfirborðið. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa orðið þarna, þar sem það hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga.

Jarðskjálftamælingar

Þar sem jarðskjálftamæla búnaðurinn minn er gamall og það er orðið erfitt að reka hann. Þá ákvað ég að hætta að mæla jarðskjálfta tímabundið eða þangað til að ég get fjárfest í nýjum jarðskjálftamælabúnaði. Hvenær það gerist veit ég ekki, þar sem ég veit ekki hvenær ég hef efni á því að kaupa nýjan búnað. Það er í dag hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamælum sem eru frá Raspberry Shake á Íslandi hérna. Ég ætla mér að uppfæra í Raspberry Shake þegar ég hef efni á því.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík vekur fólk af svefni

Í dag (22-Maí-2022) klukkan 09:53 og 09:57 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,5 og Mw3,6. Þessir jarðskjálftar voru norð-vestur af Grindavík og fundust vel í bænum og samkvæmt fréttum, vöktu fólk upp af svefni.

Tvær grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Önnur græn stjarna beint norður af Grindavík. Talsvert af rauðum punktum og appelsínugulum sem sýna minni jarðskjálfta á svæðinu
Jarðskjálftavirkni við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin kemur hinsvegar í bylgjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það þýðir að það eru tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og síðan lítillar jarðskjálftavirkni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er tímabil lítillar jarðskjálftavirkni í gangi.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Október-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Flestir af þeim jarðskjálftum sem komu fram voru út í sjó. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,2 út í sjó en ekkert mjög langt frá ströndinni.

Jarðskjálftavirkni út í sjó er sýndur með tveim grænum stjörnum þar sem stærstu jarðskjálftanir urðu á Reykjaneshrygg. Það er einnig græn stjarna við Keili sem hafði jarðskjálftavirkni á sama tíma
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist beint kvikuhreyfingum á þessu svæði en það hafa verið merki um það að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna á þessu svæði án þess að það gjósi. Það þýðir að kvikan er á ferðinni þarna án þess að gjósa. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Reykjanesinu aftur og á Reykjaneshrygg á sama tíma eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli stöðvaðist.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (11-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina fannst ekki vegna þess hversu langt frá landi hún varð.

Nokkrar grænar stjörnur í vinstra horni myndarinnar sem sýnir jarðskjálfta yfir stærðinni þrír. Auk nokkura rauða punkta. Jarðskjálftanir eru mjög langt frá landi.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,4 samkvæmt EMSC. Hægt er að lesa til um þann jarðskjálfta hérna. Fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands kemur í veg fyrir að hægt er að vita hvenær þessi jarðskjálftavirkni hófst og hvenær henni lauk.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því virknitímabili sem er núna hafið á Reykjaneshrygg og mun vara í nokkrar aldir.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Aðfaranótt og daginn 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes.

Nokkrir puntkar út í sjó við Reykjanestá sýna staðsetningu jarðskjálftanna sem hafa orðið síðustu klukkutímana á þessu svæði
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni að stærð. Það getur þó breyst án viðvörunnar. Þegar þessi grein er skrifuð þá er möguleiki á því að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Á miðnætti þann 1-Ágúst-2021 hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægð þessar jarðskjálftahrinu frá landi er í kringum 220 km frá Reykjavík og 190 km frá Grindavík. Í þessari fjarlægð þá eru staðsetningar Veðurstofu Íslands ekki nákvæmar. Þessi jarðskjálftahrina er mjög líklega ennþá í gangi.

Grænar stjörnur fara suður með Reykjaneshrygg þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið að koma fram. Jarðskjálftanir dreifast um kortið vegna ónákvæma staðsetninga
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Staðsetningar eru ekki nákvæmar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw5,2 samkvæmt EMSC. Stærðir hinna jarðskjálftana hafa verið frá Mw4,0 til Mw4,8. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessa jarðskjálftavirkni hérna á vefsíðu EMSC. Þessi slóð virkar þegar ég skrifa þessa grein, hversu lengi þessi slóð um virka veit ég ekki.

Fjarlægð þessara jarðskjálfta kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvort að hérna sé bara um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta eða hvort að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum. Hvernig þessir jarðskjálftar eru að koma fram bendir til þess að hugsanlega sé kvika að valda þeim en það er engin leið til þess að staðfesta það. Þó svo að þarna verði eldgos á þessum stað þá er dýpi sjávar slíkt að það mun engu breyta fyrir yfirborðið. Þar sem dýpi sjávar þarna er meira en 1 km en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið dýpi er þarna á þessu svæði.