Jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Á Mánudaginn (4-Júlí-2022) hófst jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn á Mánudaginn var með stærðina MW3,2 og síðan í gær (Þriðjudag 5-Júlí-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1.

Græn stjarna út í sjó við Geirfugladrang sem sýnir staðsetninguna á Reykjaneshrygg. Þetta er talsvert langt frá landi
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist fylgja aukinni jarðskjálftavirkni á öllu Reykjanesinu síðustu mánuði. Þá bæði á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Þar sem sjávardýpi er mjög mikið á þessu svæði, þá mundi þurfa mjög stórt eldgos til þess að það næði upp á yfirborðið. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa orðið þarna, þar sem það hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga.

Jarðskjálftamælingar

Þar sem jarðskjálftamæla búnaðurinn minn er gamall og það er orðið erfitt að reka hann. Þá ákvað ég að hætta að mæla jarðskjálfta tímabundið eða þangað til að ég get fjárfest í nýjum jarðskjálftamælabúnaði. Hvenær það gerist veit ég ekki, þar sem ég veit ekki hvenær ég hef efni á því að kaupa nýjan búnað. Það er í dag hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamælum sem eru frá Raspberry Shake á Íslandi hérna. Ég ætla mér að uppfæra í Raspberry Shake þegar ég hef efni á því.