Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (10-Júlí-2022), þá jókst jarðskjálftavirkni í Kötlu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina yfir Mw2,0 sem er óvenjulegt. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0.

Rauðir punktar og græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð hvað er að gerast. Það er möguleiki að það komi jökulflóð í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast þessa stundina en það gæti breyst án mikils fyrirvara. Þetta gæti einnig bara verið hefðbundin jarðskjálftavirkni sem verður í Kötlu yfir sumartímann. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er svarið á því hvað er að gerast mjög óljóst.