Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í morgun (12-Júlí-2022) varð lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Það urðu um 30 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og fannst stærsti jarðskjálftinn. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,4. Seinni jarðskjálftinn fannst í byggð næst upptökum jarðskjálftanna.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari nærri Reykjanestánni í eldstöðinni Reykjanes. Rauðir punktar sem sýna nýrri og minni jarðskjálfta í kringum grænu stjörnunar.
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið frekar rólegt á Reykjanesinu síðustu mánuði. Það er alltaf minniháttar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna kviku og virkni sem tengist henni. Það hefur verið lítið um stóra jarðskjálfta á Reykjanesinu undanfarna mánuði. Ég veit ekki afhverju það er staðan. Gögn frá GPS mælum sýna að það hefur orðið lítil breyting þarna síðustu mánuði. Það útskýrir að einhverju leiti minni jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina boði breytingar á stöðu mála en það er eitthvað sem nauðsynlegt er að fylgjast með. Það hefjast ekki öll eldgos með stórum jarðskjálftahrinum.