Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu

Í dag (24-Júlí-2022) klukkan 13:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í eldstöðinni Bárðarbungu. Rétt á undan þessum jarðskjálfta varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan Janúar 2020 samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálftavirknin verður vegna þessa að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu og það þenur út eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni í dag mun ekki koma af stað eldgosi en sýnir að eldstöðin er að undirbúa eldgos í framtíðinni.

Styrkir

Ég minni á að það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig. Upplýsingar um það er að finna á síðunni Styrkir eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ég er alveg blankur núna síðustu vikuna í Júlí og það er ekki gott. Takk fyrir stuðninginn. 🙂