Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Kötlu

Klukkan 22:57 þann 29-Júlí-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Kötlu. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið. Það er möguleiki á að stærð þessa jarðskjálfta breytist eftir nokkra klukkutíma, þar sem það tekur talsverðan tíma að finna út rétta stærð jarðskjálfta sem verða í Kötlu.

Græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli. Rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta innan öskju Kötlu í Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu í Mýrdalsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er í gangi. Það er möguleiki á að þetta sé ekkert nema venjuleg sumarvirkni í Kötlu. Þar sem eldstöðin Katla kemur stundum með svona jarðskjálfta án þess að eldgos verði. Það verður bara að bíða og sjá hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.