Mjög kröftug jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Ég var ekki heima hluta úr deginum og komst því aðeins að skrifa þessa grein núna.

Í dag (30-Júlí-2022) um klukkan 09:00 byrjaði lítil jarðskjálftahrina. Um klukkan 12:00 þá byrjaði mun stærri jarðskjálftahrina. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið fleir en 700 jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw4,4. Það hafa orðið fleiri en átján jarðskjálftar sem hafa náð stærðinni Mw3,0. Flestir af stærstu jarðskjálftunum fundust í Reykjavík og nálægum bæjum.

Mjög þétt jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga í eldstöðinni Krýsuvík í Fagradalsfjalli. Margar stjörnur í röð sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Þessar stjörnur eru í þéttum hóp af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Tímagraf sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu 48 klukkustundinar. Frá klukkan 06:00 vex jarðskjálftavirknin stöðugt og um klukkan 12:00 eykst jarðskjálftavirknin mjög mikið. Margir punktar ná talsvert yfir 4 línuna og fullt af puntkum ná yfir 3 línuna sem sýnir stærð jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um það hvenær eldgos hefst. Ég tel það mjög líklegustu niðurstöðu af þessari jarðskjálftahrinu. Krafturinn í óróanum sem hefur komið í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu bendir til þess að næsta eldgos verði stærra. Það er þó ekki hægt að vera viss fyrr en eldgos hefst. Þessa stundina er óróinn að detta niður eða var að detta niður. Ég tel víst að óróinn muni aukast aftur eins og er gjarnan það sem gerist í svona jarðskjálftahrinum þar sem svona kvikuinnskot er á ferðinni þangað til að eldgos hefst.

Ég mun setja inn fleiri uppfærslur eftir því hvernig málin þróast. Rúv og mbl.is hafa kveikt aftur á vefmyndavélum sínum á svæðinu. Þessar vefmyndavélar er að finna inn á YouTube.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja inn á mig að eða nota PayPal takkann hérna til hliðar. Bankaupplýsingar er að finna á síðunni Styrkir og PayPal takkinn er hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂