Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.

Staðan í Grindavík og nágrenni þann 28. Nóvember 2023

Þessi grein er stutt þar sem upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 29. Nóvember klukkan 00:11.

Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga við Grindavík. Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur við Sundhnúka og Sundhnúkagíga sem bendir til þess að aukið magn af kviku sé að reyna að troða sér þar upp en hefur ekki alveg nægan þrýsting til þess að ná því. Ég veit ekki hversu mikið innflæði af kviku er núna við Sundhnúka og Sundhnúkagíga.

Daglegar upplýsingar

  • Kvika flæðir ennþá inn í kvikuganginn. Ég veit ekki hversu mikið innflæðið er í dag.
  • Eldgos getur hafist án viðvörunnar við Sundhnúka og Sundhnúkagíga.
  • Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík, ásamt holum í jarðveginum sem skapar ýmis vandamál.
  • Þensla í Svartsengi er í kringum 10mm/á dag og jafnvel upp í 40mm/á dag. Núna hefur þenslan minnkað niður í 10mm/á dag en það gæti breyst án viðvörunnar.
  • Toppurinn á Keili hefur færst til samkvæmt fréttum. Ég veit ekki hversu mikil þessi færsla er.
  • Björg á stærð við húsbíla hafa oltið úr fjöllum samkvæmt fréttum.
  • Sprungur eru að myndast á stóru svæði á Reykjanesskaga í nágrenni við Grindavík. Það skapar hættu fyrir fólk sem ætlar sér að ferðast á þessu svæði vegna þessar nýju sprungna.

Atburðunum í Grindavík er ekki lokið. Þeir eru ennþá í gangi en það er þessi pása í gangi núna sem ég veit ekki afhverju er að eiga sér stað. Svona rólegheita tímabil milli atburða virðist vera eitthvað sem eldstöðvarkerfið Reykjanes gerir og ég veit ekki afhverju svo er en þetta er raunveruleikinn í dag.

Staðan í Grindavík þann 17. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 17. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt.

Staðan í dag

  • Grindavík heldur áfram að síga. Samkvæmt fréttum í dag, þá hefur aðeins hægt á siginu.
  • Það hefur aðeins hægst á jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutímana (þetta er skrifað klukkan 23:48).
  • Nokkur hús í Grindavík hafa algerlega eyðilagst.

Almennar upplýsingar

Þetta tók mig heila viku. Það virðist sem að kvikuinnskotið við Svartsengi sé ástæða þess að núna er komið kvikuinnskot undir Grindavík. Þenslan í Svartsengi síðustu viku hefur verið 110mm eða um 15mm/ á dag ef mínir útreikningar eru réttir.  Það er mjög mikil þensla á skömmum tíma, fyrir 10. Nóvember þá var þenslan við Svartsengi um 8m3/sek samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Sillan sem er í Svartsengi bjó til lóðréttan kvikugang frá Sundhnúkum og nálægum svæðum. Þegar þrýstingur er aftur orðinn nægur undir Svartsengi, þá mun hlaupa aftur úr því í þetta kvikuinnskot með sama krafti og það gerði áður. Hversu langan tíma það tekur veit ég ekki. Síðast tók þetta tímabilið frá 25. Október til 10. Nóvember eða um sautján daga en það eru margar sillur sem eru dýpra í jarðskorpunni. Það er ekki hægt að vita hvernig áhrif þetta innskot hafði á þær sillur og hvort að eitthvað flæddi af þeim inn í kvikuinnskotið við Sundhnúka. Þetta er mín persónulega skoðun. Hún gæti verið röng.

Hættan á eldgosi er ennþá mjög mikil. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjan póst eins hratt og ég get.

Staðan í Grindavík þann 16. Nóvember 2023

Þetta er mjög stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 16. Nóvember 2023.

Staða mála er að mestu leiti eins og í gær (15. Nóvember 2023) en nokkrir hlutir gerðust og það er nóg fyrir mig til þess að skrifa þessa grein.

  • Brennisteinstvíoxíð hefur mælst í einni af borholum í Svartsengi. Þessi borhola liggur undir Hagafell og nær á 2,5 km dýpi. Það þýðir að kvikan er kominn það grunnt í jarðskopruna. Ég held að þetta sé borhola fyrir kalt vatn en ég þekki ekki hvernig grunnvatn er tekið á svæðinu í gegnum borholur. Grunnvatn á svæðinu er ekki á meira dýpi en 1,9 til 3 km dýpi held ég.
  • Það er búist við eldgosi á svæðinu næstu klukkutíma til daga samkvæmt nýjum mælingum Veðurstofu Íslands.
  • Grindavík heldur áfram að síga og samkvæmt fréttum þá er mesta sigið milli daga í kringum 25 sm.
  • Mbl.is (Morgunblaðið) birti í dag myndskeið af sprungum í Grindavík. Það er hægt að sjá það hérna.

Staðan núna er að mestu leiti hljóðlát en það getur breyst án fyrirvara á næstu klukkutímum til dögum. Þar sem jarðskjálftavirkni bendir sterklega til þess að kvikan sé að leita leiða upp á yfirborðið eftir öllum kvikuganginum. Á meðan kvikan er kominn eins grunnt og 400 til 500 metra í jarðskopruna. Þá er ekki nóg af kvikunni til þess að hefja eldgos. Það getur breyst án fyrirvara og viðvörunnar hvenær sem er.

Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og ég get ef eitthvað gerist.

Staðan í Grindavík þann 13. Nóvember 2023

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Grindavík. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Staðan í dag er mjög svipuð stöðunni í glær. Jarðskjálftum hefur haldið áfram að fækka í dag en það kann að vera tímabundið þar sem sigdalurinn heldur áfram að stækka. Flæði kviku inn í kvikuganginn heldur áfram á aðeins minna afli en Föstudaginn 10. Nóvember 2023.

  • Flæði kviku á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 var 1000 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt því sem Veðurstofa Íslands og sérfræðingar segja.
  • Sigdalurinn hefur lækkað verstari hluta af Grindavík um 1 til 2 metra. Austari hluti Grindavíkur hefur hækkað um svipað á móti. Sumar af sprungum eru um 20 metra djúpar eða dýpri.
  • Sigdalurinn er um 2 km breiður þar sem hann er breiðastur í kringum Grindavík samkvæmt fréttum. Sigdalurinn heldur áfram að breikka samkvæmt mælingum.
  • Það er mikið tjón í Grindavík í mörgum húsum. Ef ekki vegna jarðskjálftanna, þá vegna landsigsins sem er að eiga sér núna stað.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á eldgosi og kvikugangurinn virðist vera að halda lengd sinni í 15 km. Þetta getur breyst án viðvörunnar.
  • Órói á SIL stöðvum nærri kvikuganginum hefur ekkert minnkað, jafnvel eftir að jarðskjálftavirkni hafi farið minnkandi. Þetta er vegna stöðugs innflæðis af kviku inn í kvikuganginn.
Margir rauðir punktar sýna kvikuganginn sem liggur undir Grindavík í suður-vestur til norður-austur. Þessi mynd sýnir hundruðir jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin sýnir kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst. Það er mín skoðun að eldgos muni hefjast á þessu svæði. Þetta er einnig upphafið af virkni sem mun vara í talsverðan tíma á þessu svæði áður en það fer að róast aftur.

Kvikugangurinn við Grindavík gæti einnig hleypt upp eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi og jafnvel komið af stað eldgosi í þeim. Það getur allt gerst í þeim án nokkurar viðvörunnar. Ef ekki eldgos, þá jarðskjálftavirkni.

Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira hvað er að gerast.

Eldstöðin Reykjanes sett á gulan viðvörunarkóða

Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gulan viðvörunarkóða. Þetta er útaf mjög snöggri þenslu við fjallið Þorbjörn og í Svartsengi. Á minna en 24 klukkutímum, þá þandist svæðið út um 30mm. Þarna hafa komið fram þensla í fimm skipti áður (samkvæmt frá hjá Morgunblaðinu) síðan árið 2020. Þenslan núna er mun hraðari en fyrri tímabil þegar þensla kom áður fram á þessu svæði.

Gulur þríhyrningur við eldstöðina Reykjanes. Allir aðrir þríhyrningar eru grænir og tákna aðrar eldstöðvar á Íslandi.
Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gula viðvörun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í eldstöðinni Reykjanes skapar þá hættu að núna geta komið fram mjög kröftugir jarðskjálftar á Reykjanesskaga og úti á Reykjaneshrygg á næstu dögum og vikum. Það er áframhaldandi þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem hefur hvorki stöðvast eða hægst á síðan þenslan hófst þann 25. Október 2023. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun hefjast í eldstöðinni Reykjanes en hraðinn á þenslunni bendir til þess að það muni gerast. Staðsetningin er mjög slæm, þar sem þetta er nærri innviðum, bláa lónið er þarna nálægt auk jarðvarma virkjunar og hitaveitu. Eldgos á þessu svæði gæti valdið stórtjóni á innviðum á þessu svæði.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og fylgjast með því sem gerist á þessu svæði.

Ný jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli og Þorbirni (Reykjanes eldstöðin)

Upplýsingar í þessari grein verða úreltar á skömmum tíma.

Sú virkni sem er í gangi núna er mjög flókin og ekki víst að atburðarrásin verði sú sama og í fyrri eldgosum. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,5 og Mw4,5. Stærri jarðskjálftar geta orðið án nokkurar viðvörunnar. Það hafa orðið yfir 1000 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Grænar stjörnur við fjallið Þorbjörn og síðan er ein græn stjarna vestan við Þorbjörn. Mikið af rauðum punktum sem sýnir litla jarðskjálfta sem þarna hafa orðið.
Jarðskjálftavirknin við Þorbjörn og í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er góður möguleiki á því að atburðarrásin núna verði eins og atburðarrásin og varð í fyrri eldgosum. Þar sem staðsetningin er aðeins öðruvísi en áður og það getur haft mikil áhrif á því hvað gerist þegar kvikan reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftavirknin við fjallið Þorbjörn er hugsanlega blönduð jarðskjálftavirkni en GPS gögn sýna ekki neina þenslu þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin er að aukast í suður hluta Fagradalsfjalls, á svæðinu Nátthagi, Nátthagakriki og á nálægum svæðum. Það er kvikuinnskot við Nátthaga og Nátthagakrika en það kvikuinnskot hefur verið þar í talsverðan tíma. Það kvikuinnskot gæti verið að fara að gjósa. Það er mikil óvissa í gangi núna hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig munstur af lítilli og mikilli jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, það hefur einnig sést í jarðskjálftavirkni áður en það fór að gjósa í fyrri eldgosum.

Ég mun skrifa inn uppfærslu hérna ef eitthvað breytist eða nýja grein ef þörf verður á því. Það gæti hinsvegar tekið tíma, þar sem ég reyni oft að átta mig á því hvað er að gerast áður en ég skrifa grein um það sem er að gerast.

Aukinn jarðhiti milli Keilir og Trölladyngju

Það er sagt frá því í fréttum Rúv í dag (10. September 2023) að það sé aukinn jarðhiti milli Keilis og Trölladyngju. Þetta er austan við Keili og hefur þessi jarðhiti verið að aukast síðan eldgosinu lauk við Litla-Hrút. Samkvæmt fréttinni, þá sýnir þetta að kvika er kominn mjög grunnt á þessu svæði án þess að það komi eldgos þessa stundina. Umrætt svæði er frekar stórt og er á milli Keilis og Trölladyngju til austurs. Þarna hafa komið fram brennisteinsgufur sem hafa drepið mosa á svæðinu. Ásamt aukinni gufuvirkni sem hefur komið fram þarna á síðustu vikum.

Samkvæmt Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingi, þá er jarðskjálftaskuggi á svæðinu milli Keilis og Trölladyngju og fannst þessi jarðskjálftaskuggi þegar eldgosið við Litla-Hrút hófst. Þetta svæði fannst þegar jarðskjálftasérfræðingurinn Thomas Fisher, frá Tékklandi tók eftir því. Þar sem þarna verða næstum því engir jarðskjálftar. Það sýnir að kvikan hefur troðið sér þarna upp og er núna á mjög grunnu dýpi.

Það sem þetta gæti valdið er að í næsta eldgosi. Þá verður ekki einn gígur sem gýs, heldur margir og hugsanlega á fleiri en einni gossprungu á sama tíma. Það er óljóst hvað gerist næst en þetta er engu að síður möguleiki. Þetta svæði er orðið mjög heitt og virðist vera að stækka.

Frétt Rúv

Fylgjast vel með auknum jarðhita austan við Keili (þarna er kort af umræddu svæði)

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 23. Júlí 2023 klukkan 21:42

Þetta er stutt grein. Þar sem það eru ekki miklar nýjar upplýsingar um stöðu mála á þessu svæði.

  • Það er hætta á því að gígurinn muni hrynja hvenær sem er án viðvörunnar. Jarðfræðingar sem fylgjast með svæðinu hafa tekið eftir því að gígurinn er farinn að stækka og er einnig fullur af hrauni. Það þýðir að gígurinn mun hrynja. Í hvaða átt þetta hrun mun verða er ekki vitað. Það er mitt álit að hrunið verði í austur, þar sem minnst mótstaða er fyrir slíku.
  • Þegar gígurinn hrynur. Þá mun hraunið flæða um á meira en 100m/s hraða úr gígnum.
  • Ferðamenn á svæðinu eru í stórhættu ef þeir eru nálægt gígnum vegna þessar hrunhættu á gígnum.
  • Kvikunninnskot hefur verið mælt austan við Keili. Þar er jarðhiti farinn að koma fram og þýðir það að kvikan stendur grunnt. Þegar eldgos hefst þar, ef það byrjar. Þá mun gjósa með svipuðum hætti þar og við Litla-Hrút.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég hef núna og þetta er það eina sem hefur komið fram á síðustu 13 dögum í þessu eldgosi.

Fréttir af þessu

Veggir gígsins muni hrynja innan skamms (Vísir.is)

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Litla-Hrúti þann 11. Júlí klukkan 18:29

Þetta er stutt grein þar sem eldgosið er að mestu leiti stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Staðan getur þó breyst án fyrirvara á þessu svæði.

  • Eldgosið hefur breyst á síðustu klukkutímum. Eldgosið er núna að virðist vera bara í einum gíg. Þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er núna kvikuinnskot sem liggur 1 km undir Keili og hefur stefnuna norð-austur. Þetta er hugsanlega nýtt kvikuinnskot og tengist ekki því kvikuinnskoti sem er núna að gjósa. Það er hugsanlegt að þetta kvikuinnskot komi af stað öðru eldgosi á þessu svæði. Á þessari stundu er ekki hægt að vera viss um hvað gerist.
  • Eldgosið hefur komið af stað miklum gróðureldum á svæðinu í kringum Litla-Hrút. Það er mjög eitrað reykský sem kemur frá þessum gróðureldum.
  • Það er mjög áhugavert að það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni en jarðskjálftavirknin hefur ekki stöðvast eins og gerðist í fyrra eldgosinu. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskotinu sem liggur undir Keilir.
  • Í gær (10. Júlí 2023) þá var mesta lengd gossprungunnar um 1500 metrar eða 1,5 km. Síðan þá hefur eldgosið minnkað og er núna og er komið í einn gíg sem er 50 til 100 metra langur.
Appelsínugult svæði sem markar hættusvæði milli Keili og Merdalir, þar sem eldgosið er. Tvær bláar línur sýna kvikuganginn og síðan rauð lína sem sýnir gossprunguna. Fljólublátt svæði sýnir hraunið frá því árið 2021 og 2022.
Hættusvæðiskort frá Veðurstofu Íslands og öðrum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands og annara.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta eldgos mun vara. Þar sem kvikuinnskot eru lélegir kvikugeymar og endast oftast mjög stutt þegar þeir fara að gjósa ef það er ekki stöðugt innflæði af kviku upp úr möttlinum. Það er of snemmt að segja til um það núna hvað gerist. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar eldgos endar þarna á einhverju svæði, þá gýs þar ekkert aftur um alla framtíð. Það þýðir að þarna er líklega eingangs eldgosagígaraðir (Monogenetic volcanic field) (Wikipedia). Samkvæmt tilkynningu þá þarf ISOR að færa jarðskjálftamælinn FAF (Fagradalsfjall), þar sem hraunið var að fara að flæða yfir þann mæli. Hægt er að lesa tilkynninguna hérna á Facebook síðu ISOR.

Þar sem svona eldgos eru yfirleitt án mikilla frétta eða atburða þá ætla ég aðeins að uppfæra stöðuna þegar það eru fréttir eða ef eitthvað gerist í eldgosinu eða á svæðinu í kringum Litla-Hrút.