Það er sagt frá því í fréttum Rúv í dag (10. September 2023) að það sé aukinn jarðhiti milli Keilis og Trölladyngju. Þetta er austan við Keili og hefur þessi jarðhiti verið að aukast síðan eldgosinu lauk við Litla-Hrút. Samkvæmt fréttinni, þá sýnir þetta að kvika er kominn mjög grunnt á þessu svæði án þess að það komi eldgos þessa stundina. Umrætt svæði er frekar stórt og er á milli Keilis og Trölladyngju til austurs. Þarna hafa komið fram brennisteinsgufur sem hafa drepið mosa á svæðinu. Ásamt aukinni gufuvirkni sem hefur komið fram þarna á síðustu vikum.
Samkvæmt Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingi, þá er jarðskjálftaskuggi á svæðinu milli Keilis og Trölladyngju og fannst þessi jarðskjálftaskuggi þegar eldgosið við Litla-Hrút hófst. Þetta svæði fannst þegar jarðskjálftasérfræðingurinn Thomas Fisher, frá Tékklandi tók eftir því. Þar sem þarna verða næstum því engir jarðskjálftar. Það sýnir að kvikan hefur troðið sér þarna upp og er núna á mjög grunnu dýpi.
Það sem þetta gæti valdið er að í næsta eldgosi. Þá verður ekki einn gígur sem gýs, heldur margir og hugsanlega á fleiri en einni gossprungu á sama tíma. Það er óljóst hvað gerist næst en þetta er engu að síður möguleiki. Þetta svæði er orðið mjög heitt og virðist vera að stækka.
Frétt Rúv
Fylgjast vel með auknum jarðhita austan við Keili (þarna er kort af umræddu svæði)