Síðan á Laugardaginn 19-Október-2024 hefur verið aukin virkni á hverasvæðinu í Geysi. Þetta var tilkynnt í gær (21-Október-2024) og síðan var nánar fjallað um þetta í dag (22-Október-2024). Margir af hverunum í Geysi eru heitari og eru að gjósa oftar. Það skapar hættu fyrir ferðamenn sem eru að ferðast um að þessu svæði. Af hverju þetta er að gerast er ekki þekkt. Þar sem það eru ekki nein merki um hreyfingar á yfirborðinu samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er hægt að sjá þessa auknu virkni á Facebook síðu Veðurstofu Íslands.
Hverasvæðið í Geysi er hluti af eldstöð sem er þarna. Þessi eldstöð hefur ekki gosið síðustu 12.000 ár og hugsanlega er miklu lengra síðan síðasta eldgos varð á þessu svæði. Hvenær síðasta eldgos varð er ekki þekkt. Þessi eldstöð er í því ferli að yfirgefa virka hlutann og mun hætta að vera virk á næstu 500.000 árum til 1.000.000 árum og kólna þá út. Þetta gerist vegna landreks á Íslandi.