Aukinn jarðhiti milli Keilir og Trölladyngju

Það er sagt frá því í fréttum Rúv í dag (10. September 2023) að það sé aukinn jarðhiti milli Keilis og Trölladyngju. Þetta er austan við Keili og hefur þessi jarðhiti verið að aukast síðan eldgosinu lauk við Litla-Hrút. Samkvæmt fréttinni, þá sýnir þetta að kvika er kominn mjög grunnt á þessu svæði án þess að það komi eldgos þessa stundina. Umrætt svæði er frekar stórt og er á milli Keilis og Trölladyngju til austurs. Þarna hafa komið fram brennisteinsgufur sem hafa drepið mosa á svæðinu. Ásamt aukinni gufuvirkni sem hefur komið fram þarna á síðustu vikum.

Samkvæmt Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingi, þá er jarðskjálftaskuggi á svæðinu milli Keilis og Trölladyngju og fannst þessi jarðskjálftaskuggi þegar eldgosið við Litla-Hrút hófst. Þetta svæði fannst þegar jarðskjálftasérfræðingurinn Thomas Fisher, frá Tékklandi tók eftir því. Þar sem þarna verða næstum því engir jarðskjálftar. Það sýnir að kvikan hefur troðið sér þarna upp og er núna á mjög grunnu dýpi.

Það sem þetta gæti valdið er að í næsta eldgosi. Þá verður ekki einn gígur sem gýs, heldur margir og hugsanlega á fleiri en einni gossprungu á sama tíma. Það er óljóst hvað gerist næst en þetta er engu að síður möguleiki. Þetta svæði er orðið mjög heitt og virðist vera að stækka.

Frétt Rúv

Fylgjast vel með auknum jarðhita austan við Keili (þarna er kort af umræddu svæði)

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 23. Júlí 2023 klukkan 21:42

Þetta er stutt grein. Þar sem það eru ekki miklar nýjar upplýsingar um stöðu mála á þessu svæði.

  • Það er hætta á því að gígurinn muni hrynja hvenær sem er án viðvörunnar. Jarðfræðingar sem fylgjast með svæðinu hafa tekið eftir því að gígurinn er farinn að stækka og er einnig fullur af hrauni. Það þýðir að gígurinn mun hrynja. Í hvaða átt þetta hrun mun verða er ekki vitað. Það er mitt álit að hrunið verði í austur, þar sem minnst mótstaða er fyrir slíku.
  • Þegar gígurinn hrynur. Þá mun hraunið flæða um á meira en 100m/s hraða úr gígnum.
  • Ferðamenn á svæðinu eru í stórhættu ef þeir eru nálægt gígnum vegna þessar hrunhættu á gígnum.
  • Kvikunninnskot hefur verið mælt austan við Keili. Þar er jarðhiti farinn að koma fram og þýðir það að kvikan stendur grunnt. Þegar eldgos hefst þar, ef það byrjar. Þá mun gjósa með svipuðum hætti þar og við Litla-Hrút.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég hef núna og þetta er það eina sem hefur komið fram á síðustu 13 dögum í þessu eldgosi.

Fréttir af þessu

Veggir gígsins muni hrynja innan skamms (Vísir.is)

Nýtt jarðhitavæði finnst í Þjóðveg 1 við Hverdalabrekku í eldstöðinni Henglinum

Vegagerðin sendi frá sér þá frétt í dag að það hefði fundist nýtt jarðhitasvæði við Hveradalabrekku í Þjóðvegi 1 sem liggur um þetta svæði. Það er hægt að lesa nánar um þetta í frétt Vegagerðarinnar hérna fyrir neðan. Hitinn neðst í veginum er núna um 86 gráður. Þetta svæði gæti hitnað meira á næstu mánuðum.

Reykjafell sem er norðan við Hveradali þar sem þjóðvegur 1 liggur um. Þetta er einnig ekki mjög langt frá Þrengslahnjúki.
Þjóðvegur 1 eins og hann liggur um þetta svæði í Henglinum. Skjáskot frá vefsíðu ja.is.

Það sem gerist næst er að sjá hvernig þetta er að þróast en samkvæmt fréttinni. Þá er líklegt að þessi jarðhiti hafi verið að koma fram hægt og rólega á undanförnum mánuðum. Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þann 9. Maí 2023, þá varð þarna jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 og á 4 km dýpi. Á 130 daga tímabili hefur ekki verið óvenju mikið um jarðskjálfta á þessu svæði miðað við Henglinn og Reykjanesskaga almennt. Þetta svæði svæði á þjóðveg 1 mun líklega halda áfram að hitna á næstu mánuðum.

Frétt Vegagerðarinnar

Jarðhitavirkni undir Hringvegi (vegagerdin.is)


Nýjar upplýsingar

Það er komin ný frétt á Rúv um þetta og sýnir svæðið mjög vel. Þetta er nýtt svæði þar sem gróður er farinn að deyja á þessu svæði eins og kemur fram í fréttinni.

Allt að 100 gráðu hiti mælist við veginn (Rúv.is)

Vefmyndavél

Það er hægt að skoða og fylgjast með svæðinu á vefmyndavél Veðurstofunnar hérna.

Grein uppfærð þann 12. Maí 2023 klukkan 20:49.
Grein uppfærð þann 14. Maí 2023 klukkan 13:03.

Aukinn jarðhiti í Bárðarbungu

Það var sagt frá því í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan að það hefur orðið vart við aukinn jarðhita í Bárðarbungu og þessi jarðhiti hefur verið að aukast síðustu mánuði samkvæmt athugunum jarðvísindamanna. Það hefur einnig orðið vart við gufu koma upp frá einum af þeim kötlum sem eru núna við jaðar öskju Bárðarbungu. Það hefur einnig orðið vart við að eldri jarðhitasvæði eru farin að stækka.

Stærsta áhættan af þessu er jökulflóð sem geta komið frá Bárðarbungu sem skapa hættu á tjóni og geta skapað hættu fyrir fólk ef snöggt jökulflóð verður frá Bárðabungu. Þessi aukning í jarðhita bendir til þess að kvika sé að rísa ofar upp í jarðskorpuna á barmi öskju Bárðarbungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvað er að gerast í öskju Bárðarbungu þar sem jökullinn þar er ~600 metra þykkur þar sem þykktin er mest. Ef það væri ekki fyrir Vatnajökul þá væri líklega ennþá eldgos í gangi í Bárðarbungu en vegna þunga Vatnajökuls þá gerist það ekki fyrr en kvikan sem er í Bárðarbungu nær meiri þrýstingi en sem nemur þrýstingum frá Vatnajökli. Það gerðist ekki í eldgosinu 2014 og 2015 en þá þurfti kvikan að finna sér aðra leið og fann sér leið með kvikuinnskoti sem fór um ~46 km leið áður frá aðal eldstöðinni áður en eldgos hófst. Þessi möguleiki er hugsanlega lokaður núna þar sem eldgosið 2014 til 2015 lokaði þeim möguleika en venjulega gýs aðeins einu sinni í svona kvikuinnskotum eftir að eldgosi líkur og flæði kviku stöðvast.

Frétt Rúv

Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast