Aukinn jarðhiti í Bárðarbungu

Það var sagt frá því í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan að það hefur orðið vart við aukinn jarðhita í Bárðarbungu og þessi jarðhiti hefur verið að aukast síðustu mánuði samkvæmt athugunum jarðvísindamanna. Það hefur einnig orðið vart við gufu koma upp frá einum af þeim kötlum sem eru núna við jaðar öskju Bárðarbungu. Það hefur einnig orðið vart við að eldri jarðhitasvæði eru farin að stækka.

Stærsta áhættan af þessu er jökulflóð sem geta komið frá Bárðarbungu sem skapa hættu á tjóni og geta skapað hættu fyrir fólk ef snöggt jökulflóð verður frá Bárðabungu. Þessi aukning í jarðhita bendir til þess að kvika sé að rísa ofar upp í jarðskorpuna á barmi öskju Bárðarbungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvað er að gerast í öskju Bárðarbungu þar sem jökullinn þar er ~600 metra þykkur þar sem þykktin er mest. Ef það væri ekki fyrir Vatnajökul þá væri líklega ennþá eldgos í gangi í Bárðarbungu en vegna þunga Vatnajökuls þá gerist það ekki fyrr en kvikan sem er í Bárðarbungu nær meiri þrýstingi en sem nemur þrýstingum frá Vatnajökli. Það gerðist ekki í eldgosinu 2014 og 2015 en þá þurfti kvikan að finna sér aðra leið og fann sér leið með kvikuinnskoti sem fór um ~46 km leið áður frá aðal eldstöðinni áður en eldgos hófst. Þessi möguleiki er hugsanlega lokaður núna þar sem eldgosið 2014 til 2015 lokaði þeim möguleika en venjulega gýs aðeins einu sinni í svona kvikuinnskotum eftir að eldgosi líkur og flæði kviku stöðvast.

Frétt Rúv

Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast