Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (27-September-2020) klukkan 00:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan í Apríl 2020.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Mynd notuð með leyfi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að hugsanlega sé kvika að troða sér upp þarna en það eru engin gögn sem staðfesta að svo sé. Það er einnig mögulegt að askjan sé bara að rísa eftir að hafa sigið um 60 metra í eldgosinu 2014 til 2015. Það eru engin merki um yfirvofandi eldgos eftir jarðskjálftann og síðan jarðskjálftinn átti sér stað, þá hefur verið rólegt í Bárðarbungu og aðeins minniháttar jarðskjálftavirkni átt sér stað í Bárðarbungu og nágrenni.