Aukning í jarðskjálftahrinu austan við Grímsey aðfaranótt 26-September-2020

Aðfaranótt 26-September-2020 varð aukning í jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það komu fram sex jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw4,3. Jarðskjálftarnir eru á svæði sem heitir Nafir og þarna er eldstöð sem hefur opinberlega ekkert nafn en er einnig kennd við Nafir. Það er engin upplýsingasíða frá Global Volcanism Program um þessa eldstöð og engar upplýsingar er að finna um hvenær þarna varð síðast eldgos. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Grímsey og öðrum nálægum svæðum. Samkvæmt fréttum eru íbúar Grímseyjar orðnir þreyttir á allri þessari jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi á Tjörnesbrotabeltinu síðan 19-Júní-2020.


Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundaréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Febrúar 2018 varð jarðskjálfti á þessu svæði með stærðina Mw5,2 á þessu sama svæði. Það eru engin merki um að þarna sé að fara að hefjast eldgos en það er erfitt að vera viss um slíkt. Öll jarðskjálftavirknin á þessu svæði virðist vera tengd flekahreyfingum í þeim sigdal sem þarna er. Allar kvikuhreyfingar munu koma mjög greinilega fram á SIL mælinum í Grímsey og öðrum mælum sem eru þarna á norðurlandi. Það er búist við þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og hætta er á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.