Í dag (30-September-2020) var eldstöðin Grímsfjall fært yfir á gult viðvörunarstig hjá Veðurstofu Íslands. Þetta bendir sterklega til þess að Veðurstofan álíti sem svo að eldgos sé hugsanlega yfirvofandi í Grímsfjalli á næstu dögum eða vikum. Það er búist við því að eldgos hefjist þegar það verður jökulflóð úr Grímsvötnum sem eru í öskju Grímsfjalla.
Viðvörunarstig Grímsfjalls. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgosið sem hugsanlega kemur yrði stórt eða lítið. Það sem er hægt að gera núna er að halda áfram að vakta Grímsfjall og fylgjast með stöðunni til að sjá hvort að eitthvað sé að gerast. Þessa stundina er allt rólegt.