Snemma í morgun klukkan 06:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3. Þetta er stærsti jarðskjálfti í Grímsfjalli síðan mælingar hófust árið 1991. Þessi jarðskjálfti kom fljótlega eftir að jökulflóð hófst frá Grímsvötnum. Þetta er minniháttar jökulflóð.
Sérfræðingar búast við eldgosi í Grímsfjalli en ég er ekki sammála. Það er mín persónulega skoðun að ekki verði eldgos núna í Grímsfjalli, eins og varð tilfellið síðast þegar það kom flóð úr Grímsvötnum. Ástæðan er að Grímsfjall er komið í annan eldgosa fasa og það byrjaði eftir eldgosið í Maí 2011. Afhverju þetta breyttist er ekki eitthvað sem ég hef svar við.