Jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli

Í dag (2-Ágúst-2022) klukkan 14:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist ekkert benda til þess að eldgos sé að fara að hefjast en það gæti breytst án nokkurs fyrirvara.

Græn stjarna í Grímsfjalli sem er í miðjum Vatnajökli. Það eru einnig nokkrir aðrir rauðir punktar á kortinu fyrir utan Vatnajökul sem tengjast öðrum eldstöðvum
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar, bæði fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann. Þessi jarðskjálftavirkni er aðeins óvenjuleg, þar sem venjulega verða ekki jarðskjálftar í Grímsfjalli nema þegar eldgos hefst en það virðist ekki vera tilfellið núna. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram.