Ný sprunga opnast í suðurhluta Grímsfjalls (ekkert eldgos ennþá)

Það hefur sprunga opnast upp í syðri hluta Grímsfjalls án þess að eldgos hafi hafist á þessari stundu. Myndir af svæðinu sýna mikla jarðhitavirkni í þessari sprungu. Ég sé á Facebook (tengill fyrir neðan) að þetta er ný sprunga á svæði þar sem ekki hefur verið sprunga áður. Miðað við nýlega sögu, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þarna muni gjósa næst þegar eldgos hefst í Grímsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hversu stórt slíkt eldgos verður. Sprungan er á svæðinu Lat: 64° 24′ 13,476″ N Lon: 17° 13′ 57,282″ W. Það er möguleiki að sprungan sé ennþá að vaxa og þarna eru núna holur í jöklinum sem eru nægjanlega stórar til þess að gleypa stóra bíla í heilu lagi.

Grímsfjall er með brúum sandi og síðan merkt með þríhyrningi í miðjunni. Staðsetningar merki er austan við miðju Grímsfjalls.
Staðsetning sprungunnar í Grímsfjalli. Mynd frá Google Earth.

Hægt er að skoða Facebook póstinn hérna og sjá myndinar sem ég get ekki sett inn hérna vegna höfundarréttar.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli

Í dag (2-Ágúst-2022) klukkan 14:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist ekkert benda til þess að eldgos sé að fara að hefjast en það gæti breytst án nokkurs fyrirvara.

Græn stjarna í Grímsfjalli sem er í miðjum Vatnajökli. Það eru einnig nokkrir aðrir rauðir punktar á kortinu fyrir utan Vatnajökul sem tengjast öðrum eldstöðvum
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar, bæði fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann. Þessi jarðskjálftavirkni er aðeins óvenjuleg, þar sem venjulega verða ekki jarðskjálftar í Grímsfjalli nema þegar eldgos hefst en það virðist ekki vera tilfellið núna. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá

Ég hef verið að bíða eftir upplýsingum um stöðu mála í Grímsfjalli í dag. Í gær (05-Desember-2021) uppgötvaðist nýr ketill í Grímsfjalli. Það er óljóst hvernig þessi ketlill myndaðist en hugsanlegt er að þarna hafi orðið eldgos sem náði ekki upp úr jöklinum. Óróagögnin er mjög óljós um hvort að það hafi orðið lítið eldgos þarna. Klukkan 06:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli og ég náði að mæla þennan jarðskjálfta mjög illa á jarðskjálftamæli hjá mér og sú mæling bendir til þess að sá jarðskjálfti hafi komið til vegna kvikuhreyfinga í Grísmfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá“

Jökulflóð að hefjast úr Grímsvötnum í eldstöðinni Grímsfjöllum

Það var tilkynnt í dag (24-Nóvember-2021) var tilkynnt að jökuflóð væri að hefjast úr Grímsvötnum sem eru í Grímsfjöllum. Það mun taka talsverðan tíma fyrir flóðið að koma undan jökli og niður í jökulár sem eru þarna á svæðinu, allt frá nokkrum klukkutímum til nokkura daga.

Það er einnig hætta á að þetta komi af stað eldgosi í Grímsfjalli. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós. Síðasta jökulflóð árið 2018 í Grímsvötnum kom ekki af stað eldgosi í Grímsfjalli.

Há leiðni í Jökulsá á Fjöllum líklega vegna Bárðarbungu

Síðustu 10 daga hefur verið há leiðni í Jökulsá á Fjöllum og það virðist sem að þessi háa leiðni í Jökulsá á Fjöllum komi frá Bárðarbungu frekar en Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem Veðurstofa Íslands hefur þá er ekki aukið rennsli úr Kverkfjöllum eins og talið var. Þar að auki þá hefur ekki komið fram neinn toppur í þessu jökulflóði eins og búast mátti við þegar lónið í Kverkfjöllum tæmir sig.

Það er ennþá mjög óljóst hvað er í gangi þarna. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að þarna hafi orðið eldgos í Bárðarbungu á undanförnum dögum. Ekki er ljóst hvaðan þetta jökulvatn er að koma þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga yfir svæðið á undanförnum dögum vegna veðurs. Það er möguleiki á því að ketill í Vatnajökli sé að tæma sig núna en það vantar samt hefðbundinn topp í slíku jökulflóði. Hinsvegar miðað við það hversu langan tíma þetta jökulflóð hefur varað þá er ljóst að slíkur ketill hlýtur að vera talsvert stór. Þetta gæti einnig þýtt mjög slæmar fréttir fyrir brýr og annað sem er neðar þar sem Jökulsá á Fjöllum rennur um ef að stórt jökulflóð verður skyndilega eða ef eldgos hefst þarna án nokkurs fyrirvara.

Fréttir af þessum atburðum

Upptök frekar í Bárðarbungu en Gengissigi (Rúv.is)

Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það hefur orðið snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði. Þessi aukning í jarðskjálftum er sneggri en ég gerði ráð fyrir. Í fyrsta skipti er jarðskjálftavirknin í misgengi (þetta virðist vera misgengi) sem liggur austur og vestur í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil þegar stærðir jarðskjálfta eru skoðaðar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2 og allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Síðasta eldgos í Öræfajökli var árið 1727 og hófst þann 3 Ágúst og lauk 10 mánuðum síðar þann 1 Maí 1727 (+- 30 dagar). Stærð eldgossins 1727 var VEI=4 en til samanburðar þá var eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 einnig VEI=4. Ég veit ekki hvernig þessi virkni muni þróast á næstunni. Ólíkt því sem gerðist í Eyjafjallajökli þá virðist þessi aukning í jarðskjálftum vera mun hraðari í Öræfajökli en í Eyjafjallajökli. Öræfajökull og Eyjafjallajökull eru mjög svipaðar eldstöðvar að uppbyggingu og eldgosastærðum (eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 var einnig VEI=4). Ef að eldgos verður í Öræfajökli þá má reikna með svipuðum flugtruflunum eins og urðu þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Eins og staðan er núna þá er engin stórhætta á eldgosi í Öræfajökli þrátt fyrir jarðskjálftavirknina.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í morgun

Í morgun (01.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals fimm jarðskjálftar stærri en þrír áttu sér stað.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftahrinan átti sér stað og voru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom stærsti jarðskjálftinn fram hjá á mínum jarðskjálftamælum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Síun á merkinu er 1Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar síðunni CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Síun á merkinu er 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á síðunni CC leyfi.

Jarðskjálftahrinur verða núna í Bárðarbungu vegna þess að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi sem veldur þenslu. Síðasti mánuðir (Febrúar 2017) hefur verið sá rólegasti í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015.

Lítið jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst lítil jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þetta er mjög lítið jökulhlaup og ekki er reiknað með neinu tjóni vegna þess. Það er reiknað með að þetta jökulhlaup verði lítið, þar sem stutt er síðan síðast hlaup kom úr vestari skaftárkatlinum.

jok.svd.23.06.2016.at.19.57.utc
Óróleiki á óróaplotti Veðurstofu Íslands vegna jökulhlaupsins. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar vatnsþrýstingur fellur á jarðhitakerfinu í vestari skaftárkatlinum þá koma stundum fram óróatoppar í kjölfarið. Ástæða þess er ekki þekkt að þetta gerist er ekki þekkt en helstu hugmyndirnar eru þær að kvika fari af stað í jarðhitakerfinu vegna þrýstiléttis í kjölfarið á því að ketlinn tæmist. Myndin að ofan sýnir óróatopp (við endann) sem er núna að koma fram í kjölfarið á jökulhlaupinu úr vestari skaftárkatlinum. Það er ekki reiknað með að eldgos verði þarna í kjölfarið á þessu jökulhlaupi, þar sem venjulega þá gerist ekki neitt meira en bara óróatoppar í kjölfarið á svona jökulhlaupi.

Hugsanleg staðfesting á litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí-2011

Í Júlí-2011 varð smágos í Hamarinum (hluti af Bárðarbungu). Þetta eldgos varði ekki lengi, aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta litla eldgos olli hinsvegar flóði sem náði hámarkinu 2.200m³/sek og fór það í Hágöngulón og þar suður með. Engar skemmdir urðu vegna þessa jökulflóðs.

Í dag (05-Mars-2016) var Stöð 2 með litla frétt um þetta eldgos og að það hefði loksins verið staðfest en ég hef verið á þeirri skoðun í lengri tíma að þarna hafi orðið lítið eldgos. Jarðvísindamenn hafa verið á annari skoðun þangað til núna. Ég er á þeirri skoðun varðandi litla eldgosið sem átti sér stað í Júlí-2011 í Kötlu, þó er Magnús Tumi ennþá á þeirri skoðun að þar hafi bara jarðhiti verið á ferðinni.

Ég skrifaði um atburðina í Hamrinum á ensku jarðfræðinni vefsíðunni árið 2011.

New harmonic tremor detected. But it is not from Katla volcano
Glacier flood confirmed from Vatnajökull glacier, flood is from Hamarinn volcano (Loki-Fögrufjöll area)

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011

Jarðskjálftavirkni á Íslandi milli viku 42 – 44

Vegna vinnu hef ég ekki getað skrifað mikið hingað inn á síðustu vikum. Þar sem slátursvertíðinni er hinsvegar lokið, þá get ég farið að skrifa hingað inn eins og venjulega. Ég bendi fólki á að styrkja mína vinnu ef það getur með PayPal takkanum, beinum styrkjum eða með því að nota Amazon auglýsinganar ef það verslar af Amazon.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Fyrir nokkru síðan varð jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þetta var lítil jarðskjálftahrina sem fannst á nálægum þéttbýlisstöðum. Enginn jarðskjálfti náði stærðinni 3,0 í þessari hrinu (eftir því sem ég man).

151021_2020
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu þann 21-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið (TFZ)

Þann 30-Október-2015 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 og tveir aðrir jarðskjálftar sem voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

151030_2020
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu þann 30-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur óskyld jarðskjálftahrina sést þarna suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og enginn jarðskjálfti þar náði stærðinni 3,0.

Bárðarbunga

Jarðskjálftavirkni er aðeins farin að aukast aftur í Bárðarbungu. Það eru farnir að koma fram jarðskjálftar með stærðina 3,0 reglulega núna. Að jafnaði á einnar viku fresti. Það bendir til þess að þrýstingur sé aftur farinn að aukast inní eldstöðinni. Þó er líklegt að eitthvað sé í næsta eldgos í Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Tungnafellsjökli. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú staðreynd er að kvikuþrýstingur heldur áfram að aukast inní eldstöðinni. Þó er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað, eða hvenær það muni hugsanlega gjósa.

151102_1635
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eystri Skaftárkatlar

Eftir stærsta skaftárflóð síðan mælingar hófst. Nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að eystri skaftárketillinn hefur stækkað og þá væntanlega vegna aukins jarðhita á svæðinu. Nýlega var flogið yfir eystri skaftárketillinn og hægt er að sjá það myndband hérna (Facebook).

Annað

Ég hef örugglega gleymt að skrifa annað sem hefur gerst á Íslandi á síðustu vikum. Það verður bara að hafa það.