Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í morgun

Í morgun (01.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals fimm jarðskjálftar stærri en þrír áttu sér stað.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftahrinan átti sér stað og voru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom stærsti jarðskjálftinn fram hjá á mínum jarðskjálftamælum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Síun á merkinu er 1Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar síðunni CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Síun á merkinu er 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á síðunni CC leyfi.

Jarðskjálftahrinur verða núna í Bárðarbungu vegna þess að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi sem veldur þenslu. Síðasti mánuðir (Febrúar 2017) hefur verið sá rólegasti í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015.