Í gær (02.03.2017) urðu þrír litlir jarðskjálftar í Heklu. Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í eldstöðinni á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 0,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er ennfremur mín skoðun að Hekla hafi aftur skipt yfir í eldri hegðun, það þýðir eitt til tvö eldgos á öld. Því verður væntanlega næsta eldgos í Heklu á tímabilinu 2030 til 2100.