Í nótt (28. Nóvember 2023) klukkan 05:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 varð í Vatnafjöllum. Þarna varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 fyrir nokkrum árum og því gæti þetta verið eftirskjálfti frá þeim jarðskjálfta.
Það var lítil jarðskjálftahrina sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Ég hef ekki séð neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist.
Á Mánudaginn (14-Nóvember-2022) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Heklu. Fyrsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,0 og á 25,6km dýpi. Þetta er á eins miklu dýpi og jarðskorpan er á þessu svæði á Íslandi. Þessari jarðskjálftavirkni fylgdu tveir minni jarðskjálftar með stærðina Mw0,6 og Mw0,5 á um 11,5km dýpi.
Það eru engin augljós merki um það að eldstöðin Hekla sé að fara að gera eitthvað. Hinsvegar benda djúpir jarðskjálftar til þess að þarna sé hugsanleg kvikuhreyfing á ferðinni eða spennubreytingar að eiga sér stað. Þetta er augljóslega ekki mikil virkni og þegar þessi grein er skrifuð. Þá reikna ég ekki með því að eitthvað fari að gerast.
Í dag (21-Desember-2021) klukkan 09:37 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Vatnafjöllum sunnan við Heklu.
Þessi jarðskjálftavirkni er eftirskjálftavirkni af jarðskjálftanum sem varð fyrir aðeins meira en mánuði síðan og var með stærðina Mw5,2 í Vatnafjöllum. Það er mjög líklegt að jarðskjálftavirkni muni halda áfram þarna í margra mánuði.
Í dag (13-Desember-2021) klukkan 16:04 hófst jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum. Þetta virðist vera eftirskjálftar af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð fyrir nokkrum vikum síðan. Það komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 þarna. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 16:04), jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 (klukkan 16:07) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (klukkan 16:08).
Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði. Það er spurning hvort að á þessu svæði verði stærri jarðskjálfti á næstu vikum.
Síðustu nótt klukkan 03:17 þann 26-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti í Vatnafjöllum með stærðina Mw3,5. Vatnafjöll eru sunnan við eldstöðina Heklu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki eða slíkt var ekki tilkynnt til Veðurstofu Íslands. Lesa áfram „Jarðskjálfti í Vatnafjöllum síðustu nótt“
Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Vatnafjöllum og stærstu jarðskjálftar síðustu daga voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið síðustu daga hafa verið minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið fundist á nálægum sveitarbæjum og síðan á Hvolsvelli og á Hellu. Lesa áfram „Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Vatnafjöllum“
Í gær (13-Nóvember-2021) klukkan 23:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Vatnafjöllum sunnan við Heklu. Þetta lítur út fyrir að hafa verið eftirskjálfti af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð þann 11-Nóvember-2021. Lesa áfram „Sterkur jarðskjálfti í Vatnafjöllum sunnan við Heklu“
Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.
Þetta er nýlegur atburður en það varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu klukkan 13:21. Það er möguleiki að þetta sé upphafið að eldgosi á þessu svæði en það hefur gosið reglulega í Vatnafjöllum á síðustu öldum, en það er of snemmt núna til þess að vera viss.
Það er ekki möguleiki á að vita hvað gerist næst þarna. Það er hinsvegar hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw7,0 en hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.
Í gær (25-Júní-2021) um klukkan 06:00 varð hrina lítilla jarðskjálfta í eldstöðinni Heklu. Þetta er óvenjulegt þar sem venjulega koma aðeins fram jarðskjálftar rétt áður en eldgos hefst í Heklu. Það gerðist ekki núna og engin merki um það að Hekla sé að fara að gjósa.
Hvað er að gerast í Heklu er erfitt að segja til um. Það er ljóst að misgengi þarna gaf eftir og kom fram með þessa jarðskjálfta vegna þrýstibreytinga á svæðinu. Síðasti jarðskjálftinn kom fram varð klukkan 09:36. Síðan þá hafa ekki komið fram neinir jarðskjálftar en það getur breyst án fyrirvara eins og venjan er með eldstöðina Heklu samkvæmt sögunni.
Eldgosið í Fagradalsfjalli
Ég hef ákveðið að seinka grein um eldgosið í Fagradalsfjalli vegna þess að það eru einhverjar breytingar að eiga sér stað sem ég er ekki viss hverjar eru nákvæmlega þessa stundina. Það hefur ekki verið neitt útsýni á eldgosið síðan í gær (25-Júní-2021) vegna þoku sem gerir það mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast og hvað er að breytast núna.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.