Jarðskjálfti í Vatnafjöllum síðustu nótt

Síðustu nótt klukkan 03:17 þann 26-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti í Vatnafjöllum með stærðina Mw3,5. Vatnafjöll eru sunnan við eldstöðina Heklu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki eða slíkt var ekki tilkynnt til Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin suður af Heklu er sýnd með grænni stjörnu fyrir stærsta jarðskjálftann. Síðan eru einnig bláir, appelsínugulir og síðan einn dökk rauður punktar sem sýna jarðskálftavirknina síðustu 48 klukkutímana
Jarðskjálftavirknin suður af Heklu í Vatnafjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin er eftirskjálftavirkni af jarðskjálftanum með stærðina Mw5,2 sem átti sér stað þarna fyrir meira en viku síðan. Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði.