Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi

Í dag (28. Janúar 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi. Samkvæmt EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði. Ég veit ekki hvort að það hafi orðið eitthvað tjón en það er mjög líklegt ef gæði bygginga eru léleg. Samkvæmt gögnum frá EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi“

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í eystri hluta Miðjarðarhafsins

Á meðan það er rólegt á Íslandi. Þá ætla ég að skrifa um jarðskjálftavirkni í Evrópu og heiminn allan. Ég hef ekki næga þekkingu til þess að skrifa um eldgos sem eru að eiga sér stað víðsvegar um heiminn. Ég mun skrifa um jarðskjálfta sem eru með stærðina Mw5,0 í Evrópu eða stærri og síðan með stærðina Mw6,0 eða stærri í restinni af heiminum. Ég mun halda áfram að skrifa þessar greinar á meðan það er rólegt á Íslandi. Þessar greinar verða stuttar og ekkert mjög nákvæmar eða með mikið af upplýsingum.

Í dag (25. Janúar 2023) klukkan 12:37 UTC (staðartími 14:37 EET) jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 varð undan strönd Grikklands og Tyrklands í eystri hluta Miðjarðarhafsins. Samkvæmt tilkynningum til EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði en ég veit ekki hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

Jarðskjálftar á þessu svæði í eystri hluta Miðjarðarhafsins verða þegar sjávarbotn Afríkuflekans treðst undir Evrópasíuflekans á þessu svæði. Listi yfir jarðskorpufleka á Jörðinni er að finna hérna (Wikipedia).

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Tvær stjörnur í öskju Kötlu sem sýna tvo jarðskjálfta. Þann syðri sem er frá 16. Desember og síðan þann norðari sem er frá 18. Desember.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði

Klukkan 01:28 þann 27-Október-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 rétt um 4 km norður af Hveragerði. Þessi jarðskjálfti fannst greinilega í bænum. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón samkvæmt fyrstu fréttum.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálfti norður af Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Það er einnig algengt að á suðurlandsbrotabeltinu verði örfáir jarðskjálftar en síðan gerist ekkert meira.

Jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum

Þann 24-Maí-2021 klukkan 21:36 varð jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum sem fannst í Reykjavík. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,6.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum varð á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem áttu sér einnig stað á sama svæði en annars hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni á þessu svæði eftir þennan jarðskjálfta. Það er talið að þessi jarðskjálfti hafa orðið vegna spennubreytinga á Reykjanesskaga í kjölfarið á eldgosinu í Fagradalsfjalli.