Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.