Í dag (27-Nóvember-2022) urðu tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það varð ekkert eldgos í kjölfarið á þessum jarðskjálftahrinum. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð og það er óljóst hvað er að gerast. Það er möguleiki á að þetta sé venjuleg jarðskjálftavirkni, þó svo að jarðskjálftarnir séu stærri en venjulega eða að þetta sé skref í eldstöðinni Kötlu sem mun leiða til eldgoss í framtíðinni. Það er engin leið að vita núna hvort er raunin. Þessar jarðskjálftahrinur urðu klukkan 03:41 og það kláraðist klukkan 03:53. Seinni jarðskjálftahrinan varð klukkan 11:48 og kláraðist klukkan 12:12.
Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 og Mw3,1 og síðan Mw3,4. Þetta er ekki kvikuinnskot sem olli þessum jarðskjálftum. Heldur var hérna um að ræða jarðskjálftahrinu í yfirborði jarðskorpunnar. Kvikuinnskot haga sér öðruvísi en það sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Miðað við það sem ég er að sjá, þá er möguleiki á að það muni koma fleiri svona jarðskjálftahrinu í eldstöðinni Kötlu á næstu dögum og mánuðum.