Tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu

Í dag (27-Nóvember-2022) urðu tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það varð ekkert eldgos í kjölfarið á þessum jarðskjálftahrinum. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð og það er óljóst hvað er að gerast. Það er möguleiki á að þetta sé venjuleg jarðskjálftavirkni, þó svo að jarðskjálftarnir séu stærri en venjulega eða að þetta sé skref í eldstöðinni Kötlu sem mun leiða til eldgoss í framtíðinni. Það er engin leið að vita núna hvort er raunin. Þessar jarðskjálftahrinur urðu klukkan 03:41 og það kláraðist klukkan 03:53. Seinni jarðskjálftahrinan varð klukkan 11:48 og kláraðist klukkan 12:12.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftahrinan myndar línu sem nær frá norður-austur til suður-vestur.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 og Mw3,1 og síðan Mw3,4. Þetta er ekki kvikuinnskot sem olli þessum jarðskjálftum. Heldur var hérna um að ræða jarðskjálftahrinu í yfirborði jarðskorpunnar. Kvikuinnskot haga sér öðruvísi en það sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Miðað við það sem ég er að sjá, þá er möguleiki á að það muni koma fleiri svona jarðskjálftahrinu í eldstöðinni Kötlu á næstu dögum og mánuðum.