Kröftug jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 10:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum og Veðurstofu Íslands, þá er þetta stærsti jarðskjálfti í Öræfajökli síðan árið 2018. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum sveitarbæjum. Minni jarðskjálfti með stærðina Mw2,6 hafði orðið þarna nokkru fyrr og fannst einnig á svæðinu. Minni jarðskjálftar áttu sér einnig stað í öskju Öræfajökuls. Hinsvegar er slæmt veður á svæðinu að koma í veg fyrir almennilega mælingu á minni jarðskjálftum þarna.

Græn stjarna og rauðir punktar í Öræfajökli í suðurhluta Vatnajökuls.
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Síðast þá var svona jarðskjálftavirkni í Öræfajökli á árunum 2018 til 2019 áður en jarðskjálftavirknin fór að minnka aftur. Það eru merki um að kvika sé á ferðinni innan í Öræfajökli en hvort og hvenær það mun valda eldgosi er ekki hægt að segja til um.