Jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum

Þann 24-Maí-2021 klukkan 21:36 varð jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum sem fannst í Reykjavík. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,6.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum varð á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem áttu sér einnig stað á sama svæði en annars hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni á þessu svæði eftir þennan jarðskjálfta. Það er talið að þessi jarðskjálfti hafa orðið vegna spennubreytinga á Reykjanesskaga í kjölfarið á eldgosinu í Fagradalsfjalli.