Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
- Það hafa ekki orðið neinar meiriháttar breytingar á eldgosinu síðan síðasta grein var skrifuð. Það er talsvert af litlum breytingum sem er að eiga sér stað.
- Stóri kvikustrókar hættu í síðari hluta vikunnar. Það er einhver kvikustrókavirkni en sú virkni er frekar lítil miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
- Hraun flæðir núna niður í Nátthaga og er reiknað með að það nái niður að Suðurstrandarvegi á næstu 20 til 60 dögum eftir því hversu mikið hraun flæðir niður í Nátthaga.
- Vestari varnargarðurinn hefur komið í veg fyrir að hraun flæði þar niður í Nátthaga hingað til þegar þessi grein er skrifuð. Slæmt veður í dag (28-Maí-2021) kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með því sem er að gerast á þessu svæði í dag. Á svæðinu er mikil rigning og þoka.
- Stórar hrauntjarnir hafa myndast í hrauninu og hlaupa þessar hrauntjarnir reglulega fram og auka þannig þykktina á hrauninu. Hraunið hleypur einnig fram í hraunrásum sem eru inní sjálfu hrauninu og brjótast fram út við jaðar hraunsins. Þetta leyfir hrauninu einnig að brjótast fram án viðvörunar og stækka hraun jaðarinn þannig.
- Hraunið er hægt og rólega að auka þykkt sína og hefur slík atburðarrás átt sér stað á undanförnum vikum. Það er að valda því að gönguleiðin að útsýnisstaðnum að gígnum fer hugsanlega undir hraun á næstu vikum ef hraunið heldur áfram að þykkna með þessum hætti. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunið þykknar á þessu svæði. Þetta gæti tekið aðeins nokkrar vikur að gerast frá því sem er núna.
Að öðru leiti hefur verið mjög lítið að gerast í eldgosinu sjálfu og litlar breytingar þar. Þetta stig eldgossins gæti haldið áfram mánuðum saman. Það eru vísbendingar um að þetta sé fyrsta stigið í að búa til dyngju eða hugsanlega eldkeilu. Það verður að bíða og sjá hvað gerist í þessu eldgosi.