Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 19. Mars 2024 klukkan 02:09

Þetta er stutt grein, þar sem það hefur orðið lítil breyting á eldgosinu síðasta sólarhringinn.

Eldgosið er stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar.

  • Óróinn frá eldgosinu hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn. Það hefur verið mjög lítil sveifla í óróanum.
  • GPS stöðvar sýna að land hefur sigið um rúmlega 200 til 300mm þegar þessi grein er skrifuð. Það er óvissa í þessum gögnum vegna slæms veðurs síðustu daga.
  • Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er flatarmál hraunsins núna orðið 5,85 km2.
  • Það er lítil sem engin jarðskjálftavirkni á svæðinu við eldgosið. Það er hugsanlegt að slæmt veður sé að koma í veg fyrir mælingar á litlum jarðskjálftum.
  • Gígar halda áfram að hlaðast upp í eldgosinu.
  • Hraunið er um 350 metra frá Suðurstrandavegi og um 700 metra frá því að ná út í sjó.

Ef það verður breyting á stöðu mála. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein ætti að verða þann 21. Mars 2024 ef eldgosið verður ennþá í gangi.

 

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15

Þetta er stutt grein, þar sem ég reikna ekki með því að mikið gerist í þessu eldgosi.

Hérna er staða mála eins og ég veit best þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15. Þetta eru bestu upplýsingar sem ég hef.

  • Eldgosið hefur minnkað síðan í gær (16. Mars 2024 klukkan 20:23). Eldgossaprungan er núna að gjósa á þremur til fjórum stöðum.
  • Hraunið náði að görðunum sem eru að verja Grindavík í gær.
  • Það er ekki að hægjast eins hratt á þessu eldgosi og fyrri eldgosum.
  • Gosóróinn er ennþá mjög stöðugur en minni en þegar eldgosið hófst í gær.
  • Gossprungan virðist vera núna frá 800 metrum til 1 km löng.
  • Hraunflæði virðist hafa minnkað en hraunið gæti verið að safnast í stórar hrauntjarnir sem brotna með miklum látum og miklu hraunflæði.
  • Það er hætta á því að Suðurstrandavegur gæti farið undir hraun. Ef það gerist, þá eykst hættan á því að hraunið nái til sjávar.
  • Það er ekki að sjá á vefmyndavélum að þessu eldgosi sé að ljúka.
  • Gígar hafa byrjað að myndast á virkum hluta gossprungunnar.

Ef eitthvað gerist, þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get. Venjulega þá eru eldgos í Svartsengi aðeins í kringum einn dag. Ef þetta eldgos verður lengra. Þá mun ég setja inn nýja grein á morgun eða fyrr ef eitthvað mikilvægt gerist.

Staðan í Sundhnúkagígar þann 21. Desember 2023 klukkan 19:30

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum þann 18. Desember klukkan 22:17 er lokið eftir því sem ég fæ best séð. Þetta var mjög stórt eldgos, þó svo að það hafi varað í mjög skamman tíma. Hrunið sem kom upp þakti um 3,7 km2 (ferkílómetra). Meirihluti af eldgosinu átti sér stað í fyrstu 24 til 48 klukkustundum. Það eru komnir fram fyrstu merki um það að þensla sé hafin aftur í Svartsengi, ef að þenslan er á sama hraða og fyrir eldgosið 18. Desember, þá mun það aðeins taka um 8 til 10 daga að ná sömu stöðu og áður en eldgos hófst. Það er stór spurning hvort að það gerist núna, þar sem það er ennþá mikið magn af kviku í Svartsengi og sú kvika getur farið af stað til yfirborðs án þess að þensla eigi sér stað og komið af stað stærra eldgosi. Hvort að það gerist er eitthvað sem þarf að bíða og sjá hvað gerist.

Myndbönd af svæðinu þar sem gaus sýna mikla afgösun eiga sér stað á svæðinu þar sem gaus. Þetta er áhugavert og ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að eiga sér stað. Það er möguleiki á því að í kvikuganginum sé mikil kvika sem er að losa sig við gas en hefur ekki orkuna í að gjósa. Það er smá möguleiki á því að nýtt eldgos hefjist á sama stað. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.

Rauðir punktar og talsverð jarðskjálftavirkni eftir sigdalnum við Þorbjörn og Grindavík. Þarna eru einnig gulir punktar sem sýna aðeins eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni eftir sigdalnum við Grindavík og fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og hófst í gær (20. Desember 2023) og hefur sama munstur og jarðskjálftavirknin rétt áður en það fór að gjósa í Sundhnúkagígum þann 18. Desember. Hvort að það sé að gerast núna verður að koma í ljós. Þetta er bíða og sjá staða núna.

Þetta er síðasta uppfærslan, nema ef eitthvað gerist á þessu svæði sem er líklegt miðað við þá virkni sem er að koma fram en spurningin er alltaf hvenær eitthvað gerist.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígar þann 20. Desember 2023 klukkan 19:21

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

Það stefnir í að þetta eldgos verði stutt og það er venjulega þannig sem eldgos eru á Íslandi. Hugsanlega mun þessu eldgosi ljúka milli Föstudags og Mánudags, en það fer eftir því hvað gerist.

  • Hraunflæði frá þeim gígum sem eru að gjósa núna er í kringum 10m3/sek samkvæmt fréttum. Þetta er mjög lítið miðað við upphaf eldgossins.
  • Það sést á GPS gögnum að Svartsengi hefur lækkað um 80mm síðan á Mánudaginn. Þetta þýðir einnig að það er mikil kvika í Svartsengi sem getur gosið án viðvörunnar.
  • Jarðskjálftavirkni í sigdalnum er byrjuð aftur. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð en ég er ekki ennþá viss hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir þegar þessi grein er skrifuð.
  • Veðurstofan segir að eldgosið er stöðugt, þó svo að það sé lítið þegar þessi grein er skrifuð.
  • Hraunbreiðan er núna 3,7 km2 (ferkílómetrar) að stærð samkvæmt fréttum.
  • Samkvæmt Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þá er kvikan sem er að koma upp aðeins þróaðri en kvikan sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það þýðir að kvikan stoppaði aðeins á leiðinni upp í jarðskorpunni og breytti efnasamsetningunni áður en eldgos hófst. Hægt er að lesa þessa rannsókn hérna á vefsíðu Háskóla Íslands.
  • Þetta er önnur gerð af hrauni en gaus þarna fyrir 2400 árum síðan. Afhverju það er veit ég ekki og það mun taka sérfræðinga nokkur ár að finna út afhverju það er, ásamt því að rannsaka þetta og birta vísindagreinar í vísindatímaritum um þetta.
Grænar stjörnur í sigdalnum við Grindavík og síðan fullt af rauðum og appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta í sigdalnum.
Jarðskjálftavirknin í Sigdalnum við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áhugavert að fjallið Þorbjörn heldur áfram að síga samkvæmt GPS gögnum frá því í dag (20. Desember 2023). Veðurstofan hefur gefið út nýtt kort með hættusvæðinu og er hægt að sjá það hérna á vef Veðurstofunnar.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég veit um í dag (20. Desember 2023). Næsta grein um stöðu mála ætti að koma á morgun ef ekkert sérstakt gerist. Ef eitthvað gerist, þá mun ég reyna að birta nýja grein eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúkagíga þann 19. Desember 2023

Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 03:01. Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Sprungan er um 4000 metra löng (4 km) samkvæmt fréttum.
  • Eldstöðin sem er að gjósa er Svartsengi. Á sumum kortum er þessi eldstöð sett saman við Reykjanes eldstöðina.
  • Þetta er stærsta eldgosið á Reykjanesskaga sem hefur orðið hingað til.
  • Hraunið flæðir að mestu til austurs, í burtu frá vegum og innviðum. Það getur samt breyst án viðvörunnar.
  • Það er mikil gasmengun í þessu eldgosi. Þetta gas er hættulegt fólki og dýrum.
  • Flæði hrauns úr gígnum er frá um 100m3/sek til 200m3/sek.
  • Sprungan er farin að búa til gíga. Þessi gígamyndun mun halda áfram eftir því sem eldgosið heldur áfram.
  • Það er ennþá hætta á því að sprungna lengist suður í áttina að Grindavík. Það er hinsvegar ekki hægt að vita hvort að það muni gerast.

Ég mun skrifa nýja uppfærslu á morgun (19. Desember) þegar ég hef nýrri upplýsingar um stöðu mála og sé hvernig eldgosið hefur þróast og ég veit meira um stöðu mála.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 23. Júlí 2023 klukkan 21:42

Þetta er stutt grein. Þar sem það eru ekki miklar nýjar upplýsingar um stöðu mála á þessu svæði.

  • Það er hætta á því að gígurinn muni hrynja hvenær sem er án viðvörunnar. Jarðfræðingar sem fylgjast með svæðinu hafa tekið eftir því að gígurinn er farinn að stækka og er einnig fullur af hrauni. Það þýðir að gígurinn mun hrynja. Í hvaða átt þetta hrun mun verða er ekki vitað. Það er mitt álit að hrunið verði í austur, þar sem minnst mótstaða er fyrir slíku.
  • Þegar gígurinn hrynur. Þá mun hraunið flæða um á meira en 100m/s hraða úr gígnum.
  • Ferðamenn á svæðinu eru í stórhættu ef þeir eru nálægt gígnum vegna þessar hrunhættu á gígnum.
  • Kvikunninnskot hefur verið mælt austan við Keili. Þar er jarðhiti farinn að koma fram og þýðir það að kvikan stendur grunnt. Þegar eldgos hefst þar, ef það byrjar. Þá mun gjósa með svipuðum hætti þar og við Litla-Hrút.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég hef núna og þetta er það eina sem hefur komið fram á síðustu 13 dögum í þessu eldgosi.

Fréttir af þessu

Veggir gígsins muni hrynja innan skamms (Vísir.is)

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 10. Júlí 2023 klukkan 19:13

Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.

  • Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
  • Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
  • Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
  • Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
  • Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.

Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.

Breyting á óróanum í eldgosinu í Meradölum

Í morgun (13-Ágúst-2022) klukkan 06:30 til 08:00 þá minnkaði óróinn í eldgosinu í Meradölum mjög hratt áður en óróinn fór að aukast aftur. Hvað gerðist er óljóst en það hafa ekki ennþá opnast nýjar sprungur eða aðrar breytingar orðið á eldgosinu ennþá. Óróinn er hinsvegar mjög óstöðugur að sjá þessa stundina.

Óróinn við Fagradalsfjall á 0.5 - 1Hz, 1 - 2Hz og 2 - 4Hz. Litir óróans eru grænn (1 - 2Hz), blár (2 - 4Hz), fjólublár (0.5 - 1Hz)
Óróinn við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki að ný sprunga sé að fara að opnast, það getur gerst bæði norðan við og sunnan við núverandi eldgos. Það er einnig möguleiki að nýjar sprungur opnist sitt hvorum megin við núverandi eldgos. Þetta byggir á því hvaða leið kvikan er fær um að fara í þessu eldgosi. Það er mjög óljóst hvað mun gerast og hvenær það gerist. Hvar næsti hluti af þessu eldgosi verður skiptir miklu máli með hugsanlegt tjón á vegum, sérstaklega ef kvika fer að renna yfir mikilvæga vegi á Reykjanesskaga.

Styrkir

Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur og vill. Það er hægt að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig á síðunni styrkir eða nota PayPal hérna til hliðar. Millifærsla innan Íslands er alltaf öruggari og hraði heldur en notkun á PayPal. Ég þakka fyrir allan stuðning, það léttir mér lífið. 🙂

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Stór hraunhellir opnast, kemur af stað miklu hraunflæði niður í Nátthaga

Í gær (15-September-2021) um klukkan 11:10 opnaðist hraunhellir í hrauninu í Geldingadalir og það kom af stað hraunflóði sem fór niður í Nátthaga. Hraunið fór Geldingadal á minna en 20 mínútum. Hraunið stoppaði á varnargarði sem kom í veg fyrir að það færi niður í Nátthagakrika. Ef að hraunið kemst niður í Nátthagakrika þá verður gönguleiðum A og B lokað varanlega eða þá að það verður að endurteikna þá gönguleið alveg frá grunni. Hraun niður í Nátthagakrika þýðir einnig að stutt er fyrir hraunið að fara í átt að Grindavík og yfir nálæga vegi sem eru þar.

Hraunflæðið í gær fór niður í Nátthaga en fór ekki langt miðað við eldra hraun sem er þarna til staðar nú þegar. Þetta snögga hraunflæði kom fólki í stórhættu og sýnir að hraunið er fullt af hraunhellum sem eru stórhættulegir og geta opnast hvenær sem er án viðvörunnar. Hraunflæðið sem hófst í gær er ennþá í gangi eftir minni bestu þekkingu. Útsýni hefur hinsvegar verið takmarkað vegna þoku á svæðinu núna í kvöld.

Einn eða tveir fávitar sáust ganga nærri og á gígnum í Fagradalsfjalli í gær og ég held að þetta sé sama fólkið og Landhelgisgæslan þurfti að bjarga af Gónhóli í gær eftir að það varð lokað inni á Gónhól vegna þess að nýji hraunstraumurinn hafði lokað leiðinni sem fólkið hafði farið þangað yfir nokkru áður.

Gígurinn er núna rúmlega 334 metra hár yfir sjávarmáli. Eins og er þá er gígurinn ekki að vaxa að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.

Myndir af þessu hraunflæði er hægt að finna á samfélagsmiðlum. Ég get ekki notað þessar myndir vegna höfundarréttarmála. Það er einnig eitthvað af myndböndum af þessu á YouTube.

Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.