Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.
- Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
- Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
- Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
- Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
- Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.
Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.