Þetta er stutt grein þar sem eldgosið er að mestu leiti stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Staðan getur þó breyst án fyrirvara á þessu svæði.
- Eldgosið hefur breyst á síðustu klukkutímum. Eldgosið er núna að virðist vera bara í einum gíg. Þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
- Það er núna kvikuinnskot sem liggur 1 km undir Keili og hefur stefnuna norð-austur. Þetta er hugsanlega nýtt kvikuinnskot og tengist ekki því kvikuinnskoti sem er núna að gjósa. Það er hugsanlegt að þetta kvikuinnskot komi af stað öðru eldgosi á þessu svæði. Á þessari stundu er ekki hægt að vera viss um hvað gerist.
- Eldgosið hefur komið af stað miklum gróðureldum á svæðinu í kringum Litla-Hrút. Það er mjög eitrað reykský sem kemur frá þessum gróðureldum.
- Það er mjög áhugavert að það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni en jarðskjálftavirknin hefur ekki stöðvast eins og gerðist í fyrra eldgosinu. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskotinu sem liggur undir Keilir.
- Í gær (10. Júlí 2023) þá var mesta lengd gossprungunnar um 1500 metrar eða 1,5 km. Síðan þá hefur eldgosið minnkað og er núna og er komið í einn gíg sem er 50 til 100 metra langur.
Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta eldgos mun vara. Þar sem kvikuinnskot eru lélegir kvikugeymar og endast oftast mjög stutt þegar þeir fara að gjósa ef það er ekki stöðugt innflæði af kviku upp úr möttlinum. Það er of snemmt að segja til um það núna hvað gerist. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar eldgos endar þarna á einhverju svæði, þá gýs þar ekkert aftur um alla framtíð. Það þýðir að þarna er líklega eingangs eldgosagígaraðir (Monogenetic volcanic field) (Wikipedia). Samkvæmt tilkynningu þá þarf ISOR að færa jarðskjálftamælinn FAF (Fagradalsfjall), þar sem hraunið var að fara að flæða yfir þann mæli. Hægt er að lesa tilkynninguna hérna á Facebook síðu ISOR.
Þar sem svona eldgos eru yfirleitt án mikilla frétta eða atburða þá ætla ég aðeins að uppfæra stöðuna þegar það eru fréttir eða ef eitthvað gerist í eldgosinu eða á svæðinu í kringum Litla-Hrút.