Jarðskjálftahrina við Skjaldbreið

Síðan 14. Júlí 2023 hefur verið jarðskjálftahrina við Skjaldbreið. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina við Skjaldbreið. Þetta er sunnan við eldstöðina Presthnjúkur. Stærsti jarðskjálftinn varð í gær (20. Júlí 2023) og varð með stærðina Mw3,0.

Græn stjarna og rauðir punktar við Skjaldbreið, rétt sunnan við eldstöðina Presthnjúkur í Langjökli. Þarna eru einnig rauðir punktar frá minni jarðskjálftum sem eru á svipuðu svæði.
Jarðskjálftavirknin við Skjaldbreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina stafar af flekahreyfingum og er eðlileg virkni á þessu svæði. Þetta tengist ekki eldgosinu í Fagradalsfjalli eða virkninni þar, þar sem það er fyrir utan áhrifasvæðis Fagradalsfjalls. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.