Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar

Í gær (3-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar. Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3. Samkvæmt fréttum, þá fannst sá jarðskjálfti á nálægum ferðamannasvæðum.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn varð í eldstöðinni Presthnúkar, þá í norðanveðri eldstöðinni. Punktar sýna minni jarðskjálfta þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða ekki margar jarðskjálftahrinur á þessu svæði. Á þessari stundu reikna ég ekki með frekari virkni í þessari eldstöð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist einnig vera lokið.

Jarðskjálftahrina við Skjaldbreið

Síðan 14. Júlí 2023 hefur verið jarðskjálftahrina við Skjaldbreið. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina við Skjaldbreið. Þetta er sunnan við eldstöðina Presthnjúkur. Stærsti jarðskjálftinn varð í gær (20. Júlí 2023) og varð með stærðina Mw3,0.

Græn stjarna og rauðir punktar við Skjaldbreið, rétt sunnan við eldstöðina Presthnjúkur í Langjökli. Þarna eru einnig rauðir punktar frá minni jarðskjálftum sem eru á svipuðu svæði.
Jarðskjálftavirknin við Skjaldbreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina stafar af flekahreyfingum og er eðlileg virkni á þessu svæði. Þetta tengist ekki eldgosinu í Fagradalsfjalli eða virkninni þar, þar sem það er fyrir utan áhrifasvæðis Fagradalsfjalls. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Kröftugir jarðskjálftar í Presthnjúkum

Ein af þeim eldstöðvum Íslands sem hefur yfirleitt aldrei jarðskjálfta er eldstöðin Presthnjúkar. Það virðist hinsvegar vera að breytast. Í gær (23-Júní-2022) klukkan 22:12 varð jarðskjálfti með stærðina MW4,6 og síðan eftirskjálfti með stærðina Mw3,7 urðu í eldstöðinni. Jarðskjálftarnir fundust á stóru svæði vestan, sunnan og norðan lands vegna þess hversu upptökin eru nærri miðju Íslands.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Presthnjúkar, sem er merkt sem ílangur hringur í Langjökli. Norð-austan við eldstöðina Presthnjúka er eldstöðin Hveravellir
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Presthnjúkar. Höfundarréttur þessarar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað er að gerast hérna. Þar sem eldstöðin er illa þekkt. Það urðu nokkur lítil eldgos milli áranna 700 til 900, eða í kringum þau ár. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um það hvort að nýtt eldgosatímabil sé að hefast í eldstöðinni Presthnjúkar. Hinsvegar, vegna virkninnar sem er suður-vestur af Presthnjúkum. Þá er ekki hægt að útiloka slíkt eins og er.

Kröftugur jarðskjálfti í eldstöðinni Presthnúkur

Klukkan 08:12 þann 30-Apríl-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Presthnúkur. Þessi jarðskjálfti fannst hjá Geysi.

Græn stjarna í Langjökli sem sýnir stærsta jarðskjálftann. Rauðir punktar vestur af stjörnunni sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar hafa komið fram í kjölfarið en þeir eru í öðrum hluta eldstöðvarinnar og það er ekki víst að það séu eftirskjálftar.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar

Í gær (27-Janúar-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftar merktir með gulum punktum í suður vestur hluta eldstöðvarinnar Prestahnúkar
Jarðskjálftavirkni í Prestahnúkar eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en gæti hugsanlega hafist aftur þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru oft lengi að fara af stað og vara stundum í mjög langan tíma. Stundum vara jarðskjálftahrinur þarna í 1 til 3 ár í það lengsta. Það eru engin merki þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina nærri Presthnjúkum (Langjökull suður)

Í gær (16-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í syðri hluta Langjökuls í eldstöð sem er hugsanlega tengd Presthnjúkum (það er möguleiki á að þessi eldstöð hafi ekki neina Global Volcanism Program síðu). Jarðskjálftahrinan sem kom fram þarna hefur verið mjög hægfara og ekki margir jarðskjálftar átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan nærri Presthnjúkum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað en líklegt er að hérna sé um flekahreyfingar að ræða. Síðasta eldgos í þessari eldstöð var fyrir meira en 5000 árum síðan. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er alltaf möguleiki á að jarðskjálftavirkni hefjist aftur þarna á þessu sama svæði eða nærri því.

Jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið

Í gær (22.02.2017) varð jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið (svæði sem er kennt við eldstöðina Presthnjúkar hjá Global Volcanism Program).


Jarðskjálftavirknin nærri Skjaldbreið í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,2 og það dýpi sem kom fram var frá 18,3 km og upp að 1,1 km. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið núna.

Staðan á jarðskjálftahrinunni í Prestahnúki

Jarðskjálftahrinan við Prestahnúk heldur áfram, þó svo að jarðskjálftahrinan liggi niðri oft klukkutímum saman. Misgengið sem er núna að færa sig er með lengdina frá 5 km og upp í 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,5 og síðan 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Stærsti jarðskjálftinn fannst í nálægum bæjum og þéttbýlisstöðum.

151214_1715
Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Langjökuls (Prestahnúki). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni muni halda áfram næstu daga og vikur.

sil_langj.week.50
Jarðskjálftavirknin á þessu svæði síðan árið 1991 (gráir hringir). Rauðir hringir er núverandi jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin að ofan er af vikulegu yfirliti Veðurstofunar fyrir viku 50. Hægt er að skoða vefsíðuna í heild sinni hérna.

Jarðskjálftahrina í Prestahnúki (sunnanverður Langjökull)

Í gær (10-Desember-2015) hófst jarðskjálftahrina í Prestahnúki (Wikipedia vefsíða hérna á ensku), sem er eldstöð í sunnanverðum Langjökli. Þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þetta er hinsvegar hæg jarðskjálftahrina og það eiga sér mjög fáir jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst á Hvanneyri og nágrenni. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru stærri en 2,5.

151211_1315
Jarðskjálftahrinan í Prestahnúki (sunnanverðum Langjökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er að koma ágætlega fram á jarðskjálftamælunum mínum. Jarðskjálftar sem eru stærri en 1,9 sjást ágætlega á þeim. Á þessu svæði verða jarðskjálftahrinur á 10 til 20 ára fresti og þá verða jarðskjálftar sem eru stærri en 4,0. Það eru komin aðeins meira en 10 ár síðan síðasta jarðskjálftahrina varð á þessu svæði (ef mitt minni er rétt). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þarna, síðasta eldgos þarna varð fyrir 3500 árum fyrir núverandi tímatal.