Jarðskjálftahrina í Prestahnúki (sunnanverður Langjökull)

Í gær (10-Desember-2015) hófst jarðskjálftahrina í Prestahnúki (Wikipedia vefsíða hérna á ensku), sem er eldstöð í sunnanverðum Langjökli. Þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þetta er hinsvegar hæg jarðskjálftahrina og það eiga sér mjög fáir jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst á Hvanneyri og nágrenni. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru stærri en 2,5.

151211_1315
Jarðskjálftahrinan í Prestahnúki (sunnanverðum Langjökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er að koma ágætlega fram á jarðskjálftamælunum mínum. Jarðskjálftar sem eru stærri en 1,9 sjást ágætlega á þeim. Á þessu svæði verða jarðskjálftahrinur á 10 til 20 ára fresti og þá verða jarðskjálftar sem eru stærri en 4,0. Það eru komin aðeins meira en 10 ár síðan síðasta jarðskjálftahrina varð á þessu svæði (ef mitt minni er rétt). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þarna, síðasta eldgos þarna varð fyrir 3500 árum fyrir núverandi tímatal.