Jarðskjálftahrina nærri Presthnjúkum (Langjökull suður)

Í gær (16-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í syðri hluta Langjökuls í eldstöð sem er hugsanlega tengd Presthnjúkum (það er möguleiki á að þessi eldstöð hafi ekki neina Global Volcanism Program síðu). Jarðskjálftahrinan sem kom fram þarna hefur verið mjög hægfara og ekki margir jarðskjálftar átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan nærri Presthnjúkum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað en líklegt er að hérna sé um flekahreyfingar að ræða. Síðasta eldgos í þessari eldstöð var fyrir meira en 5000 árum síðan. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er alltaf möguleiki á að jarðskjálftavirkni hefjist aftur þarna á þessu sama svæði eða nærri því.

Lítil jarðskjálftahrina sunnan við Langjökul

Föstudaginn 20-Janúar-2017 varð lítil jarðskjálftahrina sunnan við Langjökul (rétt við Prestahjúk) [Veðurstofan segir norður af Skjaldbreið, en GVP hefur ekki neinar upplýsingar um það svæði]. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 2,8.


Jarðskjálftahrinan við Prestahjúk.Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mér sýnist á öllu að jarðskjálftahrinan sé búin á þessu svæði, þar sem talverður tími er liðinn frá því að síðasti jarðskjálfti átti sér stað á þessu svæði.

Staðan á jarðskjálftahrinunni í Prestahnúki

Jarðskjálftahrinan við Prestahnúk heldur áfram, þó svo að jarðskjálftahrinan liggi niðri oft klukkutímum saman. Misgengið sem er núna að færa sig er með lengdina frá 5 km og upp í 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,5 og síðan 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Stærsti jarðskjálftinn fannst í nálægum bæjum og þéttbýlisstöðum.

151214_1715
Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Langjökuls (Prestahnúki). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni muni halda áfram næstu daga og vikur.

sil_langj.week.50
Jarðskjálftavirknin á þessu svæði síðan árið 1991 (gráir hringir). Rauðir hringir er núverandi jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin að ofan er af vikulegu yfirliti Veðurstofunar fyrir viku 50. Hægt er að skoða vefsíðuna í heild sinni hérna.

Jarðskjálftahrina í Prestahnúki (sunnanverður Langjökull)

Í gær (10-Desember-2015) hófst jarðskjálftahrina í Prestahnúki (Wikipedia vefsíða hérna á ensku), sem er eldstöð í sunnanverðum Langjökli. Þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þetta er hinsvegar hæg jarðskjálftahrina og það eiga sér mjög fáir jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst á Hvanneyri og nágrenni. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru stærri en 2,5.

151211_1315
Jarðskjálftahrinan í Prestahnúki (sunnanverðum Langjökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er að koma ágætlega fram á jarðskjálftamælunum mínum. Jarðskjálftar sem eru stærri en 1,9 sjást ágætlega á þeim. Á þessu svæði verða jarðskjálftahrinur á 10 til 20 ára fresti og þá verða jarðskjálftar sem eru stærri en 4,0. Það eru komin aðeins meira en 10 ár síðan síðasta jarðskjálftahrina varð á þessu svæði (ef mitt minni er rétt). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þarna, síðasta eldgos þarna varð fyrir 3500 árum fyrir núverandi tímatal.

Jarðskjálftahrinan norður af Geysi heldur áfram

Jarðskjálftahrinan norður af Geysi heldur áfram (þetta er mjög lítil eldstöð) heldur áfram með hléum. Stærsti jarðskjálftinn undanfarna daga var með stærðina 3,2 og fannst á nálægum sveitabæjum.

141227_2255
Jarðskjálftavirknin norður af Geysi síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nýjar jarðskjálftahrinur vestan við jarðskjálftahrinuna við Geysi hafa komið fram, þeim virðist vera lokið. Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna geta orðið mjög stórar jarðskjálftahrinur á nokkura ára fresti.

Minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi

Síðustu daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi. Þessi jarðskjálftahrina er nærri lítilli eldstöð sem er þar (og Geysir á uppruna sinn í þeirri eldstöð), hinsvegar eru þessir jarðskjálftar fyrir utan eldstöðina og virðist eingöngu eiga uppruna sinn í jarðskorpunni.

141223_0130
Jarðskjálftavirknin norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað eru mjög litlir, sá stærsti hafði stærðina 2,5 og aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Aðeins 25 jarðskjálftar hafa orðið hingað til, þessi jarðskjálftahrina virðist hinsvegar vera ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni á síðustu klukkutímum og líklegt er að þessi jarðskjálftahrina endi fljótlega.

Jarðskjálfti í Langjökli

Í dag (10-Maí-2014) klukkan 10:42 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Langjökli. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Örfáir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það eru engin merki um það að þarna sé að fara hefjast jarðskjálftahrina.

140510_1525
Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 er merktur með grænni stjörnu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140510.104209.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar verða á þessu svæði einstaka sinnum, en jarðskjálftahrinu eru ekkert voðalega algengar á þessu svæði og hafa ekki verið það síðustu ár. Fyrir utan þennan jarðskjálfta þá virðist allt vera rólegt í Langjökli. Hægt er að sjá jarðskjálftann á mínum jarðskjálftamælum hérna.

Styrkir: Það er hægt að styrkja mig og mína vinnu með því að nota Paypal takkan hérna til hliðar. Nánari upplýsingar er einnig að finna hérna á síðu sem ég hef sett upp fyrir fólk sem vill styrkja mig án þess að nota þjónustu PayPal. Ég er bara á örorkubótum er því núna orðin frekar blankur þó skammt sé liðið á mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn.