Jarðskjálfti í Langjökli

Í dag (10-Maí-2014) klukkan 10:42 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Langjökli. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Örfáir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það eru engin merki um það að þarna sé að fara hefjast jarðskjálftahrina.

140510_1525
Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 er merktur með grænni stjörnu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140510.104209.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar verða á þessu svæði einstaka sinnum, en jarðskjálftahrinu eru ekkert voðalega algengar á þessu svæði og hafa ekki verið það síðustu ár. Fyrir utan þennan jarðskjálfta þá virðist allt vera rólegt í Langjökli. Hægt er að sjá jarðskjálftann á mínum jarðskjálftamælum hérna.

Styrkir: Það er hægt að styrkja mig og mína vinnu með því að nota Paypal takkan hérna til hliðar. Nánari upplýsingar er einnig að finna hérna á síðu sem ég hef sett upp fyrir fólk sem vill styrkja mig án þess að nota þjónustu PayPal. Ég er bara á örorkubótum er því núna orðin frekar blankur þó skammt sé liðið á mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn.