Jarðskjálfti með stærðina 3,8 á Reykjaneshrygg [Uppfærðar upplýsingar]

Í dag (11-Maí-2014) klukkan 01:57 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Reykjaneshrygg, dýpi þessa jarðskjálfta var 11,6 km. Þarna er eldstöð eins og kemur fram hérna. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

140511_1455
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 er græna stjarnan sem er nær landi á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið jarðskjálftavirkni á þessum hluta Reykjaneshryggjar síðustu tvær vikur (17 dagar hingað til). Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið frekar lítil þarna og ekki mikið um jarðskjálfta sem hafa farið yfir stærðina 2,0. Það hefur bæði verið fjölgun og minnkun í þessari jarðskjálftahrinu á þessu tímabili. Ég skrifaði fyrst um jarðskjálftahrinu þarna þann 4-Aprí-2014, og síðan aftur um jarðskjálftahrinu þann 13-Apríl-2014. Síðan aftur þann 24-Apríl-2014 (tengill hérna) og enn á ný þann 28-Apríl-2014 (tengill hérna).

Ég reikna með að jarðskjálftavirkni þarna muni halda áfram, þó svo að sveiflur muni verða í jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur nærri því verið stöðug á þessu svæði allan Apríl og það sem liðið er af Maí. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftavirkni geti verið vegna kvikuinnskota á þessu svæði á Reykjaneshryggnum, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að það þarna sé að fara að gjósa. Ég reikna með að jarðskjálftavirkni muni halda áfram á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur. Ég er með tvo jarðskjálftamæla og allir stærri jarðskjálftar munu sjást ágætlega á jarðskjálftamælunum mínum, hægt er að skoða vefsíðuna hérna.

Uppfærðar upplýsingar: Samkvæmt nýrri yfirfarinni niðurstöðu hjá Veðurstofu Íslands. Þá var stærð jarðskjáfltans sem varð í gær (11-Maí-2014) 3,8 með dýpið 11,5 km. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,1 (klukkan 01:55 og 01:59) áttu sér einnig stað á svipuðum tíma á þessu svæði.

140512_1655
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í dag. Grænu stjörnurnar tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hefur verið jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og hafa tveir jarðskjálftar átt sér stað sem eru stærri en 3,0. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum frá Veðurstofu Íslands. Ég reikna með að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna á næstunni. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði kemur í bylgjum með löngum hléum á milli. Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 sjást ágætlega á mínum jarðskjálftamælum, vefsíðan fyrir jarðskjálftamælana mína er hérna.

Uppfært klukkan 18:50.