Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (14-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín ekki langt frá Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærðir jarðskjálfta í þessari hrinu er í kringum 3,0 og eitthvað stærri en það. Þetta er önnur jarðskjálftahrinan á þessu svæði núna í Apríl. Fyrri jarðskjálftahrinan átti sér stað þann 4-Apríl eins og hægt er að lesa um hérna. Hægt er að fylgjast með því þegar jarðskjálftar koma inn á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna.

140413_1530
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er vegna brotabeltishreyfinga á þessu svæði eða vegna þess hvort að þarna sé kvika á ferðinni. Jarðskjálftahrinan er líklega ennþá í gangi. Þó svo að engin virkni hafi átt sér stað síðustu klukkutímana. Jarðskjáltahrinur á þessu svæði eru þekktar fyrir að detta niður í styttri eða lengri tíma. Eins og stendur hafa ekki komið fram nein merki um að þarna hafi verið eldgos á ferðinni eða aðrar kvikuhreyfingar í jarðskorpunni.