Í dag (4-Apríl-2014) hefur verið jarðskjálftahrina í Henglinum vegna niðurdælingar á vatni (menguðu af blý og fleiru) hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi niðurdæling á vatni veldur spennubreytingum í jarðskorpunni á svæðinu og það aftur á móti veldur þessari jarðskjálftavirkni. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á jarðskjálftavefsíðu sem ég er með.
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er svo mikil jarðskjálftavirkni í gangi þessa stundina að hún er farin að búa til drauga á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.
Það eru ekki allir jarðskjálftanir þarna raunverulegir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan í Henglinum mun halda áfram eins lengi og vatni er dælt þarna niður. Hvað stærð jarðskjálfta varðar þá er erfitt til ómögulegt að segja til um slíkt á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9 og hann fannst í Hveragerði. Þá er einnig hætta á því að þarna verði stærri jarðskjálfti ef þessi jarðskjálftahrina nær að breyta spennu í nálægum misgengjum sem þarna eru. Ég veit ekki hvort að slíkt muni gerast. Þetta er hinsvegar áhætta sem er þarna til staðar vegna niðurdælingar á vatni og þeim jarðskjálftahrinum sem fylgja.