Staðan í Herðubreiðartöglum þann 12-Maí-2014

Þetta er síðasta uppfærslan um stöðuna í Herðubreiðartöglum í bili.

Síðustu helgi þá minnkaði jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, bæði í fjölda jarðskjálfta sem urðu ásamt því að stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað minnkuðu. Enginn jarðskjálfti sem varð um helgina náði stærðinni 2,0 sýnist mér.

140512_1630
Jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum í dag (12-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki lokið í Herðubreiðartöglum, það er ennþá jarðskjálftavirkni að eiga sér stað þarna. Hinsvegar hefur dregið mjög úr þeirri virkni sem þarna á sér stað og því er óþarfi fyrir mig að skrifa um það. Ef meiriháttar breytingar verða í jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, þá mun ég setja inn upplýsingar um þá virkni hérna.