Minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi

Síðustu daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi. Þessi jarðskjálftahrina er nærri lítilli eldstöð sem er þar (og Geysir á uppruna sinn í þeirri eldstöð), hinsvegar eru þessir jarðskjálftar fyrir utan eldstöðina og virðist eingöngu eiga uppruna sinn í jarðskorpunni.

141223_0130
Jarðskjálftavirknin norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað eru mjög litlir, sá stærsti hafði stærðina 2,5 og aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Aðeins 25 jarðskjálftar hafa orðið hingað til, þessi jarðskjálftahrina virðist hinsvegar vera ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni á síðustu klukkutímum og líklegt er að þessi jarðskjálftahrina endi fljótlega.