Lítil jarðskjálftahrina norður af Geysi

Í dag (24-Maí-2022) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Geysi. Stærðir jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu eru einnig mjög litlar og stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina Mw2,8. Það hafa aðeins mælst um 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Rauður punktur og appelsínugulir punktar norðan við Geysi og sunnan við Langjökul sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar
Jarðskjálftavirknin norður af Geysi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg brota-jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni á þessu svæði og ég reikna ekki með því neitt frekara gerist þarna. Það gæti samt orðið stærri jarðskjálfti þarna en mér finnst það samt ólíklegra. Þarna verða einnig reglulega jarðskjálftahrinur.

Jarðskjálftahrina norð-austur af Geysi

Á Föstudaginn (22-Febrúar-2019) og Laugardaginn (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina norð-austur af Geysi. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og var fjöldi jarðskjálfta í kringum 24.


Jarðskjálftahrinan norð-austur af Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan norður af Geysi heldur áfram

Jarðskjálftahrinan norður af Geysi heldur áfram (þetta er mjög lítil eldstöð) heldur áfram með hléum. Stærsti jarðskjálftinn undanfarna daga var með stærðina 3,2 og fannst á nálægum sveitabæjum.

141227_2255
Jarðskjálftavirknin norður af Geysi síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nýjar jarðskjálftahrinur vestan við jarðskjálftahrinuna við Geysi hafa komið fram, þeim virðist vera lokið. Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna geta orðið mjög stórar jarðskjálftahrinur á nokkura ára fresti.

Minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi

Síðustu daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi. Þessi jarðskjálftahrina er nærri lítilli eldstöð sem er þar (og Geysir á uppruna sinn í þeirri eldstöð), hinsvegar eru þessir jarðskjálftar fyrir utan eldstöðina og virðist eingöngu eiga uppruna sinn í jarðskorpunni.

141223_0130
Jarðskjálftavirknin norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað eru mjög litlir, sá stærsti hafði stærðina 2,5 og aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Aðeins 25 jarðskjálftar hafa orðið hingað til, þessi jarðskjálftahrina virðist hinsvegar vera ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni á síðustu klukkutímum og líklegt er að þessi jarðskjálftahrina endi fljótlega.